Formúla 1

Fjórir fljótustu á æfingum í Abu Dhabi allir í titilslagnum

Fjórir fremstu ökumennirnir á seinni æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Abu Dhabi í dag eru allt kappar sem eru í hörkubaráttu um meistaratitil Formúlu 1 ökumanna á sunnudaginn. Æfingin fór fram í dagsbirtu, síðan við sólsetur og í flóðljósum. Slíkt það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum.

Lewis Hamilton varð með besta tíma á McLaren, en Sebastian Vettel varð 0.257 sekúndum á eftir houm, Fernando Alonso 0.426 og Mark Webber 0.427. Þeir eru í titilslagnum og keppa um besta tíma í tímatökum á laugardag.

Felipe Massa varð bensínlaus á æfingunni sem er harla óvenjulegt, en Piero Ferrari, sonur Enzo heitins Ferrari er í heimsókn hjá Ferrrari liðinu. Ferrari opnaði nýlega risavaxinn skemmtigarð við brautina, þar sem m.a. á að vera einn hraðskreiðasti rússibani heims.

Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 21:00 í kvöld.

Sjá brautarlýsingu og tölfræði








Fleiri fréttir

Sjá meira


×