Lífið

U2 starfar með Mouse

danger mouse Upptökustjórinn vinnur með U2 að væntanlegri plötu sveitarinnar.
danger mouse Upptökustjórinn vinnur með U2 að væntanlegri plötu sveitarinnar.

Upptökustjórinn Danger Mouse, annar hluti hljómsveitarinnar Gnarls Barkley, vinnur með U2 að nýjustu plötu sveitarinnar.

„Við höfum tekið upp tólf lög með honum. Það lítur út fyrir að við gefum þessa plötu út næst því vinnan við hana gengur svo vel," segir söngvarinn Bono. Platan hefur fengið vinnuheitið Songs of Ascent og er væntanleg á næsta ári.

U2 er með tvær aðrar plötur í burðarliðnum. Önnur platan er dansplata þar sem Will.i.am., David Guetta og RedOne verða gestir. Einnig er fyrirhugð plata byggð á lögunum sem Bono og The Edge sömdu fyrir söngleikinn Spider-Man.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.