Lífið

Shakira syngur við lokaathöfn

Shakira syngur lagið Waka Waka (This Time For Africa) á lokaathöfn HM í knattspyrnu.
Shakira syngur lagið Waka Waka (This Time For Africa) á lokaathöfn HM í knattspyrnu.
Kólumbíska söngkonan Shakira stígur á svið á lokaathöfn heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á sunnudaginn. Þar ætlar hún að syngja HM-lagið Waka Waka (This Time for Africa). Hún flutti lagið einnig á opnunar-hátíð HM í borginni Soweto 10. júní síðastliðinn.

Skipuleggjendur lokaathafnarinnar segja að hún verði nýtískulegri en opnunarhátíðin og miðist ekki eins mikið við afrískar hefðir. Áhersla verður lögð á flotta nýtísku tækni og hefst athöfnin tveimur klukkustundum áður en úrslitaleikur keppninnar hefst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.