Viðskipti innlent

Neytendastofa kannaði verðmerkingar á söfnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þjóðminjasafnið stendur ágætlega að verðmerkingum en hið sama verður ekki sagt um Kaffitár sem rekur veitingasölu í húsnæði Þjóðminjasafnsins. Mynd/ Hari.
Þjóðminjasafnið stendur ágætlega að verðmerkingum en hið sama verður ekki sagt um Kaffitár sem rekur veitingasölu í húsnæði Þjóðminjasafnsins. Mynd/ Hari.
Aðeins eitt safn af 21 á höfuðborgarsvæðinu var ekki með verðmerkingar í lagi þegar Neytendastofa kannaði málið á dögunum. Það safn sem ekki var með upplýsingar um aðgangseyri til sýnis á safninu var Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg. Í öllum tilfellum reyndust verðmerkingar á minjagripum og öðrum sambærilegum vörum í lagi.

Verðmerkingum í veitingasölum var hins vegar ábótavant á fjórum stöðum af sjö þar sem kannað var. Í veitingasölum Árbæjarsafns í Dillonshúsi og Gerðarsafns voru veitingar og drykkir meira og minna óverðmerktir og jafnframt voru vörur í kæli Kaffitárs í Þjóðminjasafninu og Súpubarsins í Listasafni Reykjavíkur óverðmerktar. Aftur á móti voru verðmerkingar í góðu lagi í veitingasölum Kjarvalsstaða, Listasafns Íslands og Víkurinnar - Sjóminjasafns Reykjavíkur.

Neytendastofa heldur stöðugt áfram eftirliti með verðmerkingum og hvetur neytendur eindregið til að koma ábendingum til skila í gegnum veffangið










Fleiri fréttir

Sjá meira


×