Mystery kaupir Áttablaðarós Óttars 4. desember 2010 15:00 Óttar Martin Norðfjörð hefur í hyggju að koma að handritsgerð Áttablaðarósarinnar sem Davíð Óskar Ólafsson og félagar í Mystery Iceland hafa keypt kvikmyndaréttinn að. Sá tími er runninn upp að framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð bítist um kvikmyndarétt að jólabókunum. Nýjasta salan er Áttablaðarósin eftir Óttar Martin Norðfjörð. „Við höfum fylgst með Óttari [Norðfjörð] frá því að Hnífur Abrahams kom út, við höfum rætt mikið saman enda hefur hann sjálfur verið að fikta við að skrifa handrit. Okkur fannst rétta tækifærið núna og gripum það," segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery Iceland. Fyrirtækið hefur keypt kvikmyndaréttinn að Áttablaðarósinni eftir Óttar Martin Norðfjörð sem kom út fyrir þessi jól. Þetta er ekki fyrsta bókin eftir Óttar sem kvikmyndafyrirtæki festir kaup á því árið 2007 tryggði ZikZak sér réttinn að áðurnefndri bók, Hníf Abrahams. Þá átti að fara með tökulið til New York og gera íslenska kvikmynd af áður óþekktri stærð. Mystery Iceland menn eru hins vegar á ögn hófsamari nótum enda ekki 2007 lengur. „Þetta mun taka sinn tíma, sérstaklega að skrifa handrit upp úr bókinni sem við erum allir sáttir við. Síðan fer af stað ferli þar sem sækja þarf um alls konar styrki." Óttar Martin sjálfur var í skýjunum með tíðindin þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Og viðurkenndi að andrúmsloftið væri aðeins öðruvísi en þegar æðið í kringum Hníf Abrahams gekk yfir. „Menn höfðu háleitar hugsjónir þá og ótakmarkað aðgengi að fjármagni. Áttablaðarósin er líka aðeins lágstemmdari og krefst þess ekki að hún verði tekin upp í New York," segir Óttar og telur líklegt að hann verði með puttana í handritsgerðinni. „Annað hvort skrifa ég þetta sjálfur eða hjálpa til. Mig langar allavega að vera með."freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Sá tími er runninn upp að framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð bítist um kvikmyndarétt að jólabókunum. Nýjasta salan er Áttablaðarósin eftir Óttar Martin Norðfjörð. „Við höfum fylgst með Óttari [Norðfjörð] frá því að Hnífur Abrahams kom út, við höfum rætt mikið saman enda hefur hann sjálfur verið að fikta við að skrifa handrit. Okkur fannst rétta tækifærið núna og gripum það," segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery Iceland. Fyrirtækið hefur keypt kvikmyndaréttinn að Áttablaðarósinni eftir Óttar Martin Norðfjörð sem kom út fyrir þessi jól. Þetta er ekki fyrsta bókin eftir Óttar sem kvikmyndafyrirtæki festir kaup á því árið 2007 tryggði ZikZak sér réttinn að áðurnefndri bók, Hníf Abrahams. Þá átti að fara með tökulið til New York og gera íslenska kvikmynd af áður óþekktri stærð. Mystery Iceland menn eru hins vegar á ögn hófsamari nótum enda ekki 2007 lengur. „Þetta mun taka sinn tíma, sérstaklega að skrifa handrit upp úr bókinni sem við erum allir sáttir við. Síðan fer af stað ferli þar sem sækja þarf um alls konar styrki." Óttar Martin sjálfur var í skýjunum með tíðindin þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Og viðurkenndi að andrúmsloftið væri aðeins öðruvísi en þegar æðið í kringum Hníf Abrahams gekk yfir. „Menn höfðu háleitar hugsjónir þá og ótakmarkað aðgengi að fjármagni. Áttablaðarósin er líka aðeins lágstemmdari og krefst þess ekki að hún verði tekin upp í New York," segir Óttar og telur líklegt að hann verði með puttana í handritsgerðinni. „Annað hvort skrifa ég þetta sjálfur eða hjálpa til. Mig langar allavega að vera með."freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira