Viðskipti erlent

Listaverk frá Lehman seldust fyrir 1400 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ afp.
Mynd/ afp.
Listaverk úr hinum fallna banka, Lehman Brothers, og dótturfyrirtæki hans, Neuberger Berman, seldust fyrir rúmar 12 milljónir dala á uppboði hjá Sothebys í gær. Upphæð sem samsvarar 1,4 milljörðum íslenskra króna.

Talsmenn fyrirtækisins segja að mörg verkanna hafi selst fyrir miklu hærri upphæðir en fyrirtækin tvö keyptu verkin á. Söluhagnaðurinn mun verða nýttur í að greiða lánadrottnum félagsins, eftir því sem ABC fréttastofan segir.

Lehman Brothers varð gjaldþrota um miðjan september 2008, skömmu áður en íslensku viðskiptabankarnir þrír hrundu allir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×