Lífið

Beverly Hills stjarna aftur á skjáinn

Brian Austin Green fékk gestahlutverk í nýju seríunni af Aðþrengdum eiginkonum sem er væntanleg í haust.
Brian Austin Green fékk gestahlutverk í nýju seríunni af Aðþrengdum eiginkonum sem er væntanleg í haust.
Leikarinn Brian Austin Green sem flestir kannast við úr bandarísku sápunni Beverly Hills 91210, hefur nú fengið gestahlutverk í nýjustu seríunni af Desperate Housewives eða Aðþrengdum eiginkonum.

Leikarinn hefur ekki mikið sést á skjánum síðan unglingasápan var upp á sitt besta á tíunda áratugnum en hefur komist aftur í fréttirnar nýlega eftir að hann tók saman við leikkonuna Megan Fox. Þau gengu einmitt í það heilaga fyrir stuttu og hann þarf því ekki bara að kljást við eiginkonur í vinnunni. Ný sería af Aðþrengdum eiginkonum er væntanleg í Bandaríkjum í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.