Erlent

Vill að NATO stefni á brottför

Bandarískur hermaður í Afganistan Tímaáætlun Karzais forseta um brottför þykir henta Bandaríkjunum.
nordicphotos/AFP
Bandarískur hermaður í Afganistan Tímaáætlun Karzais forseta um brottför þykir henta Bandaríkjunum. nordicphotos/AFP

Bandarísk hermálayfirvöld hvetja Atlantshafs­bandalagið til að fallast á tímaáætlun Hamids Karzai Afganistansforseta.

Karzai telur að Afganar verði orðnir færir um að taka að sér stjórn öryggismála í landinu árið 2014. Erlenda herliðið geti því farið að skipuleggja brottför með hliðsjón af því.

Þeir Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Mike Mullen, formaður herráðs Bandaríkjanna, voru staddir í Ástralíu í gær. Þar hvöttu þeir NATO til að fallast á þetta á ársfundi bandalagsins, sem haldinn verður síðar í þessum mánuði. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×