Svavar Gestsson ætlar líka að sitja heima Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. mars 2010 12:08 Svavar Gestsson situr heima. Svavar Gestsson, sem stýrði samninganefnd um Icesave, hyggst ekki greiða atkvæði um eigin samning í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Aðstoðarmaður hans ætlar einnig að sitja heima þar sem forsendur séu breyttar og á borðinu liggi fyrir tilboð um betri samning. Svavar Gestsson sem var formaður íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave-samninganna ætlar eftir því sem fréttastofa kemst næst að greiða ekki atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag. Huginn Freyr Þorsteinsson, sem var aðstoðarmaður Svavars í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga, sagðist í samtali við fréttastofu einnig ætla að sitja heima, enda lægi fyrir tilboð um betri samning en þann sem greidd væru atkvæði um í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Huginn sagði í samtali við fréttastofu að markmið samninganefndarinnar frá síðasta ári hafi alltaf verið að ná sem bestri niðurstöðu fyrir Ísland. Sá samningur sem hafi náðst við Breta og Hollendinga í fyrra hafi verið sá besti sem hægt var að ná á þeim tímapunkti. Huginn sagði að nú væru forsendur breyttar og af fréttum af dæma hefði núverandi samninganefnd staðið sig afskaplega vel. Huginn sagði jafnframt að það væri sérstök ástæða til að fagna samstöðu stjórnar og stjórnarandstöðu við því að koma þessu ömurlega máli út úr heiminum, eins og hann orðaði það. Eins og komið hefur fram hyggjast bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sitja heima í dag og greiða ekki atkvæði. Afstaða annarra ráðherra er óþekkt, en ekki hefur náðst varaformenn stjórnarflokkanna. Þá hefur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Svavar Gestsson, sem stýrði samninganefnd um Icesave, hyggst ekki greiða atkvæði um eigin samning í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Aðstoðarmaður hans ætlar einnig að sitja heima þar sem forsendur séu breyttar og á borðinu liggi fyrir tilboð um betri samning. Svavar Gestsson sem var formaður íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave-samninganna ætlar eftir því sem fréttastofa kemst næst að greiða ekki atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag. Huginn Freyr Þorsteinsson, sem var aðstoðarmaður Svavars í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga, sagðist í samtali við fréttastofu einnig ætla að sitja heima, enda lægi fyrir tilboð um betri samning en þann sem greidd væru atkvæði um í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Huginn sagði í samtali við fréttastofu að markmið samninganefndarinnar frá síðasta ári hafi alltaf verið að ná sem bestri niðurstöðu fyrir Ísland. Sá samningur sem hafi náðst við Breta og Hollendinga í fyrra hafi verið sá besti sem hægt var að ná á þeim tímapunkti. Huginn sagði að nú væru forsendur breyttar og af fréttum af dæma hefði núverandi samninganefnd staðið sig afskaplega vel. Huginn sagði jafnframt að það væri sérstök ástæða til að fagna samstöðu stjórnar og stjórnarandstöðu við því að koma þessu ömurlega máli út úr heiminum, eins og hann orðaði það. Eins og komið hefur fram hyggjast bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sitja heima í dag og greiða ekki atkvæði. Afstaða annarra ráðherra er óþekkt, en ekki hefur náðst varaformenn stjórnarflokkanna. Þá hefur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ekki svarað skilaboðum fréttastofu.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira