Um þrískiptingu ríkisvaldsins Hjörtur Hjartarson skrifar 9. nóvember 2010 13:09 Ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar er undanþegið endurskoðun, en sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur. Raunveruleg þrískipting ríkisvalds, lýðræði og jafnrétti eru lykillinn að því að losa um skaðleg tök sérhagsmunaafla á íslensku samfélagi. Draga þarf skýrari mörk milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds og auka áhrif kjósenda í kosningum. Almenningur, þjóðin sjálf, þarf að geta gripið inn í mál á hverjum tíma og varið mikilvægustu hagsmuni sína. Lofið mér að útskýra aðeins eitt þessara atriða nánar hér. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com.Raunveruleg þrískipting ríkisvaldsins Hugmyndir þeirra sem vilja ganga lengst í aðskilnaði milli þriggja þátta ríkisvaldsins snúast um að framkvæmdavaldið verði kosið sérstaklega, óháð kosningum til Alþingis. Þar með yrði alveg skilið á milli Alþingis og ríkisstjórnar og svonefnd þingræðisregla afnumin. Ráðherrar þyrftu þá ekki stuðning meirihluta á Alþingi til að sitja í ríkisstjórn. Þeir sem skemur vilja ganga hafa haldið á lofti þeirri hugmynd að þingmenn sem setjast á ráðherrastól, eigi að segja af sér þingmennsku og kalla inn varamenn. Sem millileið mætti hugsa sér, til dæmis, að halda þingræðireglunni en að ráðherrar væru ekki valdir úr hópi kjörinna fulltrúa á Alþingi. Það þýddi þá að utanþingsstjórn væri reglan. Hugsanlegt væri líka að búa við nánast óbreytt fyrirkomulag en tryggja agaða og faglega stjórnsýslu með stjórnarskrárbundnum ákvæðum um framkvæmd tiltekinna embættisverka. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar er undanþegið endurskoðun, en sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur. Raunveruleg þrískipting ríkisvalds, lýðræði og jafnrétti eru lykillinn að því að losa um skaðleg tök sérhagsmunaafla á íslensku samfélagi. Draga þarf skýrari mörk milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds og auka áhrif kjósenda í kosningum. Almenningur, þjóðin sjálf, þarf að geta gripið inn í mál á hverjum tíma og varið mikilvægustu hagsmuni sína. Lofið mér að útskýra aðeins eitt þessara atriða nánar hér. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com.Raunveruleg þrískipting ríkisvaldsins Hugmyndir þeirra sem vilja ganga lengst í aðskilnaði milli þriggja þátta ríkisvaldsins snúast um að framkvæmdavaldið verði kosið sérstaklega, óháð kosningum til Alþingis. Þar með yrði alveg skilið á milli Alþingis og ríkisstjórnar og svonefnd þingræðisregla afnumin. Ráðherrar þyrftu þá ekki stuðning meirihluta á Alþingi til að sitja í ríkisstjórn. Þeir sem skemur vilja ganga hafa haldið á lofti þeirri hugmynd að þingmenn sem setjast á ráðherrastól, eigi að segja af sér þingmennsku og kalla inn varamenn. Sem millileið mætti hugsa sér, til dæmis, að halda þingræðireglunni en að ráðherrar væru ekki valdir úr hópi kjörinna fulltrúa á Alþingi. Það þýddi þá að utanþingsstjórn væri reglan. Hugsanlegt væri líka að búa við nánast óbreytt fyrirkomulag en tryggja agaða og faglega stjórnsýslu með stjórnarskrárbundnum ákvæðum um framkvæmd tiltekinna embættisverka. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar