Button slapp undan vopnuðum ræningjum 7. nóvember 2010 10:26 Jenson Button er ellefti á ráslínu fyrir mótið í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button og föruneyti hans slapp undan vopnuðum ræningjum sem gerðu tilraun til að nálgast bíl sem hann var farþegi í eftir tímatökuna á Interlagos brautinn í Brasiíu í gær. Hann var á ferð með föður sínum, sjúkraþjálfara og umboðsmanni samkvæmt tilkynningu frá McLaren liðinu, en autosport.com fjallaði um málið. Í tilkynningunni segir að ræningjar hafi reynt að nálgast bílinn sem Button var í og allir hafi slappið ómeiddir. Button ferðaðist í brynvörðum bíl sem lögreglumaður ók, en Lewis Hamilton fékk sömu þjónustu og lögreglumennirnir eru sérþjálfaðir í því að komast undan ræningjum. Ökumaður Buttons þröngvaði bílnum í gegnum umferðina og skilaði Button og samferðalöngum á hótelið þeirra. Nokkur ránstilvik hafa komið upp af þessu tagi gegnum tíðina í kringum brasilíska kappaksturinn, þó þau hafi ekki sérstaklega tengst ökumönnum í Formúlu 1. Yfirvöld á staðnum hafa aukið öryggi í kringum nokkra starfsmenn McLaren vegna atviksins þegar þeim verður komið á mótssvæðið. Button er einn af fimm sem á möguleika á meistaratitlli ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið, en staða hans er erfið þar sem hann er aðeins ellefti á ráslínu, en keppinautar hans í öðru til fimmta sæti. Ungur þýskur ökumaður, Nico Hülkenberg á Williams Cosworth náð hinsvegari óvænt fremsta stað á ráslínu í tímatökunni í gær. Bein útsending er frá kappakstrinum á Interlagos kl. 15.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button og föruneyti hans slapp undan vopnuðum ræningjum sem gerðu tilraun til að nálgast bíl sem hann var farþegi í eftir tímatökuna á Interlagos brautinn í Brasiíu í gær. Hann var á ferð með föður sínum, sjúkraþjálfara og umboðsmanni samkvæmt tilkynningu frá McLaren liðinu, en autosport.com fjallaði um málið. Í tilkynningunni segir að ræningjar hafi reynt að nálgast bílinn sem Button var í og allir hafi slappið ómeiddir. Button ferðaðist í brynvörðum bíl sem lögreglumaður ók, en Lewis Hamilton fékk sömu þjónustu og lögreglumennirnir eru sérþjálfaðir í því að komast undan ræningjum. Ökumaður Buttons þröngvaði bílnum í gegnum umferðina og skilaði Button og samferðalöngum á hótelið þeirra. Nokkur ránstilvik hafa komið upp af þessu tagi gegnum tíðina í kringum brasilíska kappaksturinn, þó þau hafi ekki sérstaklega tengst ökumönnum í Formúlu 1. Yfirvöld á staðnum hafa aukið öryggi í kringum nokkra starfsmenn McLaren vegna atviksins þegar þeim verður komið á mótssvæðið. Button er einn af fimm sem á möguleika á meistaratitlli ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið, en staða hans er erfið þar sem hann er aðeins ellefti á ráslínu, en keppinautar hans í öðru til fimmta sæti. Ungur þýskur ökumaður, Nico Hülkenberg á Williams Cosworth náð hinsvegari óvænt fremsta stað á ráslínu í tímatökunni í gær. Bein útsending er frá kappakstrinum á Interlagos kl. 15.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira