Viðskipti innlent

Fjölskyldan er búin að missa allt - og fallið er hátt

Jóhannes Jónsson, áður kenndur við Bónus, er búinn að missa meira eða minna allt samkvæmt viðmælanda Telegraph.
Jóhannes Jónsson, áður kenndur við Bónus, er búinn að missa meira eða minna allt samkvæmt viðmælanda Telegraph.

„Fjölskyldan hefur misst allt erlendis sem og á Íslandi. Fallið er hátt," er haft eftir einstaklingi sem stendur nærri Jóhannesi Jónssyni, áður eiganda Bónus, á bresku fréttasíðunni The Daily Telegraph.

Í greininni er farið yfir stöðu Jóhannesar og frá því greint er Arion banki losaði sig við hann úr stjórn Haga í vikunni.

Í frétt Telegraph er sagt að Jóhannesi hafi verið fjarlægður úr stjórn félagsins sem á einnig 10-11 búðirnarnar, Hagkaup og Debenhams.

Jóhannes þarf þó ekki að örvænta enda greiðir bankinn honum 90 milljónir fyrir að yfirgefa stjórnina auk þess sem hann kaupir smávöruverslanirnar Topshop, Zara og All Saints út úr Högum. Þá fær hann einnig helmingshlut í færeysku matvöruverslunum SMS.

Þá hefur Jóhannes lýst því yfir að hann vilji kaupa Bónus til baka einn daginn.

Lesa má grein Telegraph hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×