Innlent

Meintur kókaínsmyglari áfram í gæsluvarðhaldi

Davið Garðarsson á flótta.
Davið Garðarsson á flótta.

Hæstiréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir Davíð Garðarssyni vegna meints fíkniefnainnflutning.

Hann á að hafa flutt inn kókaín en viðurlög geta verið allt að tólf ára fangelsi.

Davíð hefur áður flúið réttvísina. Það gerði hann fyrir nokkrum árum eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga konu. Þá var hann á flótta í nokkur ár en að lokum gaf hann sig fram.

Því þykir Hæstarétti afar líklegt að hann reyni að flýja á ný og samþykkti þar af leiðandi úrskurð héraðsdóms. Aðalmeðferð í máli Davíðs fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Hann skal sæta gæsluvarðhaldi til 30. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×