Lífið

Fergie er reynslunni ríkari

Ellý Ármanns skrifar

Söngkonan Fergie er ekki í peningavandræðum um þessar mundir enda er hljómsveitin sem hún er í, The Black Eyed Peas, eitt heitasta bandið í heiminum.

Líf Fergie hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Í dag er hún þakklát fyrir velgengnina.

Fergie, sem ánetjaðist fíkniefnum eftir að hún yfirgaf kvennahljómsveitina Wild Orchid árið 2001 lét hafa eftir sér: „Í þá daga þurfti ég að flytja aftur heim til mömmu og fara á atvinnuleysisbætur af því að ég hafði eytt öllum laununum mínum í eiturlyf. Ég er reynslunni ríkari í dag og kann að meta allt sem tilveran færir mér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.