Gosið í Eyjafjallajökli olli því að fundi vegna alþjóðlegrar fjárhagsaðstoðar við Grikki sem halda átti í Aþenu í dag hefur verið frestað fram á miðvikudag.
Hluti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er kominn til Aþenu og er beðið þeirra sem upp á vantar auk fulltrúa evrópska seðlabankans.
Evrópusambandið hefur samþykkt að veita Grikkjum þrjátíu milljarða evra lán til að standa við skuldbindingar sínar á árinu. Dugi það ekki til er AGS reiðubúið til að bæta fimmtán milljörðum evra við upphæðina. - jab