Sá sem talar fyrir fólkið mun sigra 24. ágúst 2010 06:15 Neumann í Háskólanum Prófessorinn rifjaði upp kafla úr sögu átaka um ESB-aðild í Noregi. fréttablaðið/stefán Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evrópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varðstaða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylkingar hafa uppi. Þetta segir Iver. B. Neumann, prófessor við Óslóarháskóla, en hann hélt fyrirlestur um Noreg og Evrópusambandið í gær á vegum Alþjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Sá sem nái að stilla upp málstað sínum þannig að hann tali fyrir hönd þess sem mætti kalla „fólkið í landinu" fari með sigur af hólmi. Andstæðingum aðildar hafi í Noregi tekist að virðast rödd skynsemi og gamalla þjóðhollra hefða. Í tilfelli Noregs hafi aðildarsinnar verið í vörn gagnvart þessari rödd og þeir hafi því hlotið að tapa fyrir liðinu sem sífellt sótti fram. „Hluti af þessu er sjálft tungumálið, orðræða stjórnmálanna. Nei-liðið segir að við missum stjórn til skriffinna í Brussel og já-liðið svarar með því að fallast á þetta en fer svo að útlista einhverja kosti aðildar," segir Neumann. Við Evrópusinna hafi loðað stimpill hinnar óþjóðhollu elítu, andspænis alvöru Norðmönnum. Norðmenn vilji trúa sögunni um hið illa erlenda yfirvald, að Norðmenn hafi staðið upp í hárinu á útlendingum og barið í gegn sjálfstæði þjóðarinnar. Slík rök passi vel við opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar. Neumann, sem telur sjálfur að Noregur eigi að ganga í ESB, var í gær spurður hvernig aðildarsinnar ættu að bregðast við þessu og sagðist því miður ekki hafa svar við því. „Til þess eru stjórnmálamenn," sagði hann. - kóþ Fréttir Innlent Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evrópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varðstaða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylkingar hafa uppi. Þetta segir Iver. B. Neumann, prófessor við Óslóarháskóla, en hann hélt fyrirlestur um Noreg og Evrópusambandið í gær á vegum Alþjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Sá sem nái að stilla upp málstað sínum þannig að hann tali fyrir hönd þess sem mætti kalla „fólkið í landinu" fari með sigur af hólmi. Andstæðingum aðildar hafi í Noregi tekist að virðast rödd skynsemi og gamalla þjóðhollra hefða. Í tilfelli Noregs hafi aðildarsinnar verið í vörn gagnvart þessari rödd og þeir hafi því hlotið að tapa fyrir liðinu sem sífellt sótti fram. „Hluti af þessu er sjálft tungumálið, orðræða stjórnmálanna. Nei-liðið segir að við missum stjórn til skriffinna í Brussel og já-liðið svarar með því að fallast á þetta en fer svo að útlista einhverja kosti aðildar," segir Neumann. Við Evrópusinna hafi loðað stimpill hinnar óþjóðhollu elítu, andspænis alvöru Norðmönnum. Norðmenn vilji trúa sögunni um hið illa erlenda yfirvald, að Norðmenn hafi staðið upp í hárinu á útlendingum og barið í gegn sjálfstæði þjóðarinnar. Slík rök passi vel við opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar. Neumann, sem telur sjálfur að Noregur eigi að ganga í ESB, var í gær spurður hvernig aðildarsinnar ættu að bregðast við þessu og sagðist því miður ekki hafa svar við því. „Til þess eru stjórnmálamenn," sagði hann. - kóþ
Fréttir Innlent Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent