Skýrslan er úttekt en ekki dómur 13. apríl 2010 03:00 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er einn þriggja stjórnmálamanna sem rannsóknarnefndin telur hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi. Björgvin varð ráðherra 2007 en sagði af sér embætti í janúar 2009, rétt áður en ríkisstjórnin vék öll. Hann varð formaður þingflokks Samfylkingarinnar í apríl 2009 en sagði sig frá því starfi í gær. „Ég tel eðlilegt að stíga til hliðar sem þingflokksformaður á meðan nefndin [þingmannanefnd um rannsóknarskýsluna] skoðar það sem fram kemur í skýrslunni," sagði Björgvin í gær. Hann sér ekki ástæðu til að afsala sér þingmennsku enda sé skýrslan úttekt en ekki dómur. „Ég kalla eftir að landsdómur komi saman og vil fá tækifæri til að verja nafn mitt þar." Í stjórnarskrá segir að óflekkað mannorð sé forsenda kjörgengis til Alþingis. Björgvin segir það ákvæði ekki eiga við um sig, þar sé um að ræða dóma fyrir glæpaverk. „Það er eitt að sýna af sér vanrækslu og annað að fremja saknæmt athæfi." Hann óttast ekki að niðurstaða rannsóknarnefndarinnar í málum hans geti haft áhrif á störf hans á Alþingi. Björgvin segir margt hægt að læra af skýrslunni, í henni séu felldir áfellisdómar yfir stjórnmála- og viðskiptalífinu. Meðal þess sem komi fram sé að samskipti innan ríkisstjórnarinnar hafi verið óeðlileg, óásættanleg og ámælisverð. „Skýrslan dregur vel fram hvernig samskiptum skal ekki háttað í þjóðfélaginu." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er einn þriggja stjórnmálamanna sem rannsóknarnefndin telur hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi. Björgvin varð ráðherra 2007 en sagði af sér embætti í janúar 2009, rétt áður en ríkisstjórnin vék öll. Hann varð formaður þingflokks Samfylkingarinnar í apríl 2009 en sagði sig frá því starfi í gær. „Ég tel eðlilegt að stíga til hliðar sem þingflokksformaður á meðan nefndin [þingmannanefnd um rannsóknarskýsluna] skoðar það sem fram kemur í skýrslunni," sagði Björgvin í gær. Hann sér ekki ástæðu til að afsala sér þingmennsku enda sé skýrslan úttekt en ekki dómur. „Ég kalla eftir að landsdómur komi saman og vil fá tækifæri til að verja nafn mitt þar." Í stjórnarskrá segir að óflekkað mannorð sé forsenda kjörgengis til Alþingis. Björgvin segir það ákvæði ekki eiga við um sig, þar sé um að ræða dóma fyrir glæpaverk. „Það er eitt að sýna af sér vanrækslu og annað að fremja saknæmt athæfi." Hann óttast ekki að niðurstaða rannsóknarnefndarinnar í málum hans geti haft áhrif á störf hans á Alþingi. Björgvin segir margt hægt að læra af skýrslunni, í henni séu felldir áfellisdómar yfir stjórnmála- og viðskiptalífinu. Meðal þess sem komi fram sé að samskipti innan ríkisstjórnarinnar hafi verið óeðlileg, óásættanleg og ámælisverð. „Skýrslan dregur vel fram hvernig samskiptum skal ekki háttað í þjóðfélaginu."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira