Skýrslan er úttekt en ekki dómur 13. apríl 2010 03:00 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er einn þriggja stjórnmálamanna sem rannsóknarnefndin telur hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi. Björgvin varð ráðherra 2007 en sagði af sér embætti í janúar 2009, rétt áður en ríkisstjórnin vék öll. Hann varð formaður þingflokks Samfylkingarinnar í apríl 2009 en sagði sig frá því starfi í gær. „Ég tel eðlilegt að stíga til hliðar sem þingflokksformaður á meðan nefndin [þingmannanefnd um rannsóknarskýsluna] skoðar það sem fram kemur í skýrslunni," sagði Björgvin í gær. Hann sér ekki ástæðu til að afsala sér þingmennsku enda sé skýrslan úttekt en ekki dómur. „Ég kalla eftir að landsdómur komi saman og vil fá tækifæri til að verja nafn mitt þar." Í stjórnarskrá segir að óflekkað mannorð sé forsenda kjörgengis til Alþingis. Björgvin segir það ákvæði ekki eiga við um sig, þar sé um að ræða dóma fyrir glæpaverk. „Það er eitt að sýna af sér vanrækslu og annað að fremja saknæmt athæfi." Hann óttast ekki að niðurstaða rannsóknarnefndarinnar í málum hans geti haft áhrif á störf hans á Alþingi. Björgvin segir margt hægt að læra af skýrslunni, í henni séu felldir áfellisdómar yfir stjórnmála- og viðskiptalífinu. Meðal þess sem komi fram sé að samskipti innan ríkisstjórnarinnar hafi verið óeðlileg, óásættanleg og ámælisverð. „Skýrslan dregur vel fram hvernig samskiptum skal ekki háttað í þjóðfélaginu." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er einn þriggja stjórnmálamanna sem rannsóknarnefndin telur hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi. Björgvin varð ráðherra 2007 en sagði af sér embætti í janúar 2009, rétt áður en ríkisstjórnin vék öll. Hann varð formaður þingflokks Samfylkingarinnar í apríl 2009 en sagði sig frá því starfi í gær. „Ég tel eðlilegt að stíga til hliðar sem þingflokksformaður á meðan nefndin [þingmannanefnd um rannsóknarskýsluna] skoðar það sem fram kemur í skýrslunni," sagði Björgvin í gær. Hann sér ekki ástæðu til að afsala sér þingmennsku enda sé skýrslan úttekt en ekki dómur. „Ég kalla eftir að landsdómur komi saman og vil fá tækifæri til að verja nafn mitt þar." Í stjórnarskrá segir að óflekkað mannorð sé forsenda kjörgengis til Alþingis. Björgvin segir það ákvæði ekki eiga við um sig, þar sé um að ræða dóma fyrir glæpaverk. „Það er eitt að sýna af sér vanrækslu og annað að fremja saknæmt athæfi." Hann óttast ekki að niðurstaða rannsóknarnefndarinnar í málum hans geti haft áhrif á störf hans á Alþingi. Björgvin segir margt hægt að læra af skýrslunni, í henni séu felldir áfellisdómar yfir stjórnmála- og viðskiptalífinu. Meðal þess sem komi fram sé að samskipti innan ríkisstjórnarinnar hafi verið óeðlileg, óásættanleg og ámælisverð. „Skýrslan dregur vel fram hvernig samskiptum skal ekki háttað í þjóðfélaginu."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira