Hvað er það sem seðlabankinn gerði rangt? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. apríl 2010 19:28 Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu. Vanræksla og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina er einkunn rannsóknarnefndarinnar um seðlabankastjórana. En nú ber þessi stofnun ríka skyldu, hún á að stuðla að stöðugu verðlagi - það mistókst - og hún á að tryggja fjármálastöðugleika. Það tókst ekki. En hvað er það nákvæmlega - að mati rannsóknarnefndar - sem Seðlabankinn gerði rangt? Til að tryggja stöðugleika á bankinn að hafa yfirsýn yfir fjármálakerfið. Nefndin telur - að verulega hafi skort á þessa yfirsýn. Í fyrsta lagi telur nefndin að bankinn hafi ekki brugðist við hugsanlegri kerfisáhættu vegna stórra áhættulána tengdra aðila í bönkunum. Meðal dæma í skýrslunni er að um mitt sumar 2008 kom ónefndur bankamaður til Davíðs - sem hefði teiknað upp mynd af tengslum stærstu skuldara bankanna - mynd sem nú er komið í ljós að var líklega verri en margan grunaði. Davíð segir í skýrslutöku: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Hann bar þetta upp við FME - en upplýsingar ónefnda bankamannsins stemmdu ekki við upplýsingar forstjóra FME. Davíð var spurður við skýrslutöku til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til að ganga úr skugga um hið rétta í málinu. Þar segir hann: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir ... - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar." Nefndin telur að Seðlabankinn hafi haft rökstuddan grun um kerfisáhættu, því hefði bankinn átt að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum til að meta hana, en látið ógert. Það telur nefndin "afar gagnrýnisvert." Í öðru lagi átelur nefndin að athafnaleysi bankans við fjölmörgum hættumerkjum, jafnist á við vanrækslu. Þá vekur nefndin athygli á því að Seðlabankinn aflétti bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, t.d. Icesave - og að ekki verði séð að hann hafi beitt valdheimildum eins og dagsektum til að kalla eftir upplýsingum - né hafi hann þrátt fyrir áhyggjur af ástandinu beint formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum við ríkisstjórnina. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar er að grípa hefði þurft til aðgerða strax árið 2006 til að hemja vöxt bankanna. Það ár sagði Seðlabankinn hins vegar í stöðugleikaskýrslu sinni: „Á liðnum árum hafa stjórnvöld byggt upp trausta umgjörð laga, reglna og eftirlits með fjármálastarfsemi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannaríkjum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu. Vanræksla og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina er einkunn rannsóknarnefndarinnar um seðlabankastjórana. En nú ber þessi stofnun ríka skyldu, hún á að stuðla að stöðugu verðlagi - það mistókst - og hún á að tryggja fjármálastöðugleika. Það tókst ekki. En hvað er það nákvæmlega - að mati rannsóknarnefndar - sem Seðlabankinn gerði rangt? Til að tryggja stöðugleika á bankinn að hafa yfirsýn yfir fjármálakerfið. Nefndin telur - að verulega hafi skort á þessa yfirsýn. Í fyrsta lagi telur nefndin að bankinn hafi ekki brugðist við hugsanlegri kerfisáhættu vegna stórra áhættulána tengdra aðila í bönkunum. Meðal dæma í skýrslunni er að um mitt sumar 2008 kom ónefndur bankamaður til Davíðs - sem hefði teiknað upp mynd af tengslum stærstu skuldara bankanna - mynd sem nú er komið í ljós að var líklega verri en margan grunaði. Davíð segir í skýrslutöku: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Hann bar þetta upp við FME - en upplýsingar ónefnda bankamannsins stemmdu ekki við upplýsingar forstjóra FME. Davíð var spurður við skýrslutöku til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til að ganga úr skugga um hið rétta í málinu. Þar segir hann: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir ... - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar." Nefndin telur að Seðlabankinn hafi haft rökstuddan grun um kerfisáhættu, því hefði bankinn átt að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum til að meta hana, en látið ógert. Það telur nefndin "afar gagnrýnisvert." Í öðru lagi átelur nefndin að athafnaleysi bankans við fjölmörgum hættumerkjum, jafnist á við vanrækslu. Þá vekur nefndin athygli á því að Seðlabankinn aflétti bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, t.d. Icesave - og að ekki verði séð að hann hafi beitt valdheimildum eins og dagsektum til að kalla eftir upplýsingum - né hafi hann þrátt fyrir áhyggjur af ástandinu beint formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum við ríkisstjórnina. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar er að grípa hefði þurft til aðgerða strax árið 2006 til að hemja vöxt bankanna. Það ár sagði Seðlabankinn hins vegar í stöðugleikaskýrslu sinni: „Á liðnum árum hafa stjórnvöld byggt upp trausta umgjörð laga, reglna og eftirlits með fjármálastarfsemi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannaríkjum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Sjá meira