„Ég er bara sátt með sigurinn, skiptir ekki máli hvernig ég spila. Það er aðal málið að við spilum vel saman og sigrum leikina," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, en hún átti frábæran leik í kvöld með 24 stig fyrir KR-liðið.
Eftir glæsilega byrjun misstu heimastúlkur tökin á leiknum en þær kláruðu svo dæmið á endasprettinum.
„Við misstum þetta aðeins niður í kæruleysi en það gerist. Þetta var samt sem áður einn af okkar bestu leikjum á tímabilinu, allt gekk upp og small vel saman".
„Við misstum einbeitinguna um stund en sem betur fer kláruðum við þetta sannfærandi," sagði Unnur Tara brosmild að lokum.