Versnandi starfsumhverfi 2. október 2010 06:00 Í launakönnun SFR sem kynnt var í nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag. Í sömu könnun kemur einnig fram að það dregur úr starfsöryggi félagsmanna SFR annað árið í röð, en tæp 30% SFR-félaga telja starfsöryggi minna nú en það var fyrir ári. Þetta er í takt við það sem starfsfólk á skrifstofum stéttarfélaganna sér meðal félagsmanna, en fyrirspurnir um réttindi starfsfólks vegna uppsagna og lækkunar launa hafa enn aukist síðustu mánuði. Helst er það starfsfólk í rannsóknar- og eftirlitsstofnunum sem telur starfsöryggi sitt minna nú en áður, en þar telja 40% það hafa versnað á milli ára. Starfsmenn upplifa vaxandi álag í starfi en meirihluti svarenda, eða 56%, telur að álag hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu mánuðum. Yngri starfsmenn finna meira fyrir auknu álagi en þeir sem eldri eru. Einkum er það starfsfólk í löggæslu, dómstólum og fangelsum sem telur að álag hafi aukist. Í könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi auðvelt eða erfitt að fá aðra vinnu þar sem það fengi svipuð kjör og það hefur í dag. Í ljós kemur að tveir af hverjum þremur félagsmönnum SFR töldu það erfitt, þar af voru tæp 27% svarenda sem töldu það mjög erfitt. Eldra fólk telur tækifæri sín á vinnumarkaði almennt lakari en yngra fólks, en á hinn bóginn vaxa tækifæri með aukinni menntun. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að versnandi starfsöryggi er líklegt til að hafa mjög neikvæð áhrif á starfsfólk í almannaþjónustu. Vaxandi óánægja með launÞetta er í takt við þá niðurstöðu að vaxandi óánægja er meðal starfsmanna með launakjör. Munur á raunverulegum launum starfsmanna og því sem þeir telja vera „sanngjörn laun" eykst nú aftur, en heldur dró úr þeim mun í síðustu könnun. Til að meta sanngjörn laun voru félagsmenn beðnir að nefna þau heildarlaun sem þeim þættu sanngjörn fyrir vinnu sína. Samkvæmt könnuninni nú þyrftu laun að hækka um tæp 29% til að vera sanngjörn að mati svarenda, en hefðu þurft að hækka um 25% í síðustu könnun. Laun þess hóps sem hefur lægri laun en 250 þúsund þyrftu að hækka mest, eða um 39%. Laun þeirra sem hafa 450 þúsund eða meira þyrftu að hækka minnst, eða um 15%, til að verða sanngjörn að mati svarenda. Ljóst er að væntingar launafólks til leiðréttingar launa eru miklar. Margir hafa tekið á sig skerðingu vegna efnahagshrunsins, yfirvinna og aukagreiðslur í almannaþjónustunni hafa verið mikið skertar og laun lækkað að sama skapi. Konur óánægðari með laun sín en karlarÞrátt fyrir að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar gera þær ekki kröfur til jafnhárra launa og þeir.Hlutfallslega eru kröfur þeirra um hærri laun þau sömu og karla, eða um 30%, en sú krafa viðheldur í raun þeim kynbundna launamun sem þegar er til staðar.Í takt við aukinn mun á raunverulegum launum og sanngjörnum launum eykst óánægja með laun, bæði á meðal karla og kvenna. Skýr tengsl eru á milli ánægju með laun og þeirra launa sem fólk fær. Þannig voru þeir sem voru með lægri laun en 250 þúsund óánægðastir, en þeir sem voru með 450 þúsund eða hærri laun ánægðastir. Ánægjan er þó hvergi mikil í neinum tekjuhópi. Konur eru óánægðari en karlar með laun sín, en 52% kvenna eru óánægð með laun sín nú á móti 46% karla. Það er svipuð staða og fyrir ári, nema að nú er sú breyting á að konur hafa hækkað kröfuna um sanngjörn laun á milli ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í launakönnun SFR sem kynnt var í nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag. Í sömu könnun kemur einnig fram að það dregur úr starfsöryggi félagsmanna SFR annað árið í röð, en tæp 30% SFR-félaga telja starfsöryggi minna nú en það var fyrir ári. Þetta er í takt við það sem starfsfólk á skrifstofum stéttarfélaganna sér meðal félagsmanna, en fyrirspurnir um réttindi starfsfólks vegna uppsagna og lækkunar launa hafa enn aukist síðustu mánuði. Helst er það starfsfólk í rannsóknar- og eftirlitsstofnunum sem telur starfsöryggi sitt minna nú en áður, en þar telja 40% það hafa versnað á milli ára. Starfsmenn upplifa vaxandi álag í starfi en meirihluti svarenda, eða 56%, telur að álag hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu mánuðum. Yngri starfsmenn finna meira fyrir auknu álagi en þeir sem eldri eru. Einkum er það starfsfólk í löggæslu, dómstólum og fangelsum sem telur að álag hafi aukist. Í könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi auðvelt eða erfitt að fá aðra vinnu þar sem það fengi svipuð kjör og það hefur í dag. Í ljós kemur að tveir af hverjum þremur félagsmönnum SFR töldu það erfitt, þar af voru tæp 27% svarenda sem töldu það mjög erfitt. Eldra fólk telur tækifæri sín á vinnumarkaði almennt lakari en yngra fólks, en á hinn bóginn vaxa tækifæri með aukinni menntun. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að versnandi starfsöryggi er líklegt til að hafa mjög neikvæð áhrif á starfsfólk í almannaþjónustu. Vaxandi óánægja með launÞetta er í takt við þá niðurstöðu að vaxandi óánægja er meðal starfsmanna með launakjör. Munur á raunverulegum launum starfsmanna og því sem þeir telja vera „sanngjörn laun" eykst nú aftur, en heldur dró úr þeim mun í síðustu könnun. Til að meta sanngjörn laun voru félagsmenn beðnir að nefna þau heildarlaun sem þeim þættu sanngjörn fyrir vinnu sína. Samkvæmt könnuninni nú þyrftu laun að hækka um tæp 29% til að vera sanngjörn að mati svarenda, en hefðu þurft að hækka um 25% í síðustu könnun. Laun þess hóps sem hefur lægri laun en 250 þúsund þyrftu að hækka mest, eða um 39%. Laun þeirra sem hafa 450 þúsund eða meira þyrftu að hækka minnst, eða um 15%, til að verða sanngjörn að mati svarenda. Ljóst er að væntingar launafólks til leiðréttingar launa eru miklar. Margir hafa tekið á sig skerðingu vegna efnahagshrunsins, yfirvinna og aukagreiðslur í almannaþjónustunni hafa verið mikið skertar og laun lækkað að sama skapi. Konur óánægðari með laun sín en karlarÞrátt fyrir að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar gera þær ekki kröfur til jafnhárra launa og þeir.Hlutfallslega eru kröfur þeirra um hærri laun þau sömu og karla, eða um 30%, en sú krafa viðheldur í raun þeim kynbundna launamun sem þegar er til staðar.Í takt við aukinn mun á raunverulegum launum og sanngjörnum launum eykst óánægja með laun, bæði á meðal karla og kvenna. Skýr tengsl eru á milli ánægju með laun og þeirra launa sem fólk fær. Þannig voru þeir sem voru með lægri laun en 250 þúsund óánægðastir, en þeir sem voru með 450 þúsund eða hærri laun ánægðastir. Ánægjan er þó hvergi mikil í neinum tekjuhópi. Konur eru óánægðari en karlar með laun sín, en 52% kvenna eru óánægð með laun sín nú á móti 46% karla. Það er svipuð staða og fyrir ári, nema að nú er sú breyting á að konur hafa hækkað kröfuna um sanngjörn laun á milli ára.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun