Lífið

Beach Boys 50 ára

Fyrrverandi forsprakki The Beach Boys tekur þátt í afmælistónleikunum.
Fyrrverandi forsprakki The Beach Boys tekur þátt í afmælistónleikunum.
Hljómsveitin The Beach Boys ætlar að koma aftur saman í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun hennar. Sveitin spilaði síðast saman árið 2006 í tilefni af fjörutíu ára afmæli plötunnar Pet Sounds.

„Við ætlum að hittast og halda að minnsta kosti eina tónleika. Ég veit ekki hvar þeir verða en það verður líklega ókeypis inn á þá," sagði stofnmeðlimurinn Al Jardine. Hann hætti í hljómsveitinni 1998 en hefur engu að síður mikinn áhuga á að fara með henni í tónleikaferð um heiminn. „Ég væri til í hundrað tónleika í tilefni afmælisins. Mig langar í tónleikaferð um heiminn en ef það á að gera þetta svona, þá verður að hafa það. En mér finnst að ef við ætlum að æfa og halda góða tónleika ættum við að fara í alvöru tónleikaferð." Með honum á afmælistónleikunum verða Brian Wilson, Bruce Johnston, Mike Love og hugsanlega gítarleikarinn David Marks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.