Lífið

Tekur framann fram yfir barneignir

Megan Fox og Brian Austin Green. MYND/Cover Media
Megan Fox og Brian Austin Green. MYND/Cover Media

Leikkonan Megan Fox, 24 ára, ætlar ekki að eignast barn fyrr en hún verður þrítug því hún ætlar að einblína á ferilinn næstu árin.

Megan, sem giftist unnusta sínum, leikaranum Brian Austin Green, 37 ára, á Hawaii 24. júní síðastliðinn, vill verða mamma en ekki strax.

„Megan er spennt yfir því að eignast fjölskyldu og Brian getur varla beðið en hann verður að bíða í sex ár til vibótar því Megan vill framkvæma ýmislegt áður en hún verður móðir. Hún hefur sagt Brian að slaka á og ekki ýta á eftir henni hvað þetta varðar," er haft eftir heimilidarmanni.

Brian á 8 ára gamlan son með Vanessu Marcil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.