Fótbolti

Forseti Inter hneykslaður á því að Milito sé ekki meðal þeirra bestu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Milito.
Diego Milito. Mynd/AP
Massimo Moratti, forseti Inter Milan, var ekki sáttur með það að Diego Milito var ekki meðal þeirra 23 leikmanna sem koma til greina sem besti knattspyrnumaður ársins fyrir tímabilið 2010 en listinn var gefinn út af FIFA í gær.

Inter vann þrefalt á síðasta tímabili (deild, bikar og Meistaradeild) og fulltrúar liðsins í hópnum eru þeir Julio Cesar, Maicon, Wesley Sneijder og Samuel Eto'o. Milito kemst ekki á listann en hann skoraði 22 deildarmörk á sínu fyrsta tímabili með Inter og skoraði meðal annars bæði mörk liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Ég er mjög leiður yfir því að Diego Milito sé ekki meðal þeirra sem geta fengið gullhnöttinn. Ég hringdi í hann og sagði honum að þetta væri fáránleg niðurstaða," sagði Massimo Moratti við ítalska blaðamenn í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×