Hljómsveitin Þeyr kemur saman í Norræna húsinu 24. júlí 2010 11:00 Guðlaugur Kristinn Óttarsson og félagar í rokkgoðsogninni Þeyr hyggja á endurkomu í ágúst. Trommarinn Sigtryggur Baldursson getur ekki verið með félögum sínum í Norræna húsinu vegna anna. fréttablaðið/GVa „Þetta verður svolítið hátíðlegt. Þetta verður ekki svona rokk og ról eins og Rúdólf eða Killer Boogie,“ segir Guðlaugur Kristinn Óttarsson, gítarleikari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Þeys. Þeyr kemur fram á 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar í Norræna húsinu 23. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hætti árið 1983 eftir stuttan, en farsælan feril sem hófst, að sögn Guðlaugs, fyrir alvöru þegar hin eiginlega Þeyr varð til í janúar 1981. „Þetta verður táknrænn gjörningur,“ segir Guðlaugur. „Sigtryggur [Baldursson, trommari] verður ekki með, ég veit ekki með Þorstein. Hann er búinn að vera neðanjarðar í 25 ár.“ Guðlaugur segir að hann, Hilmar Örn Agnarsson bassaleikari og söngvarinn Magnús Guðmundsson verði fulltrúar hljómsveitarinnar ásamt allsherjargoðanum Hilmari Erni Hilmarssyni. „Svo verðum við með unga tónlistarmenn sem ætla að stíga á stokk og flytja Þeysverk,“ segir Guðlaugur. „Lögin verða í allt annarri útsetningu með strengjaútsetningar. Prógrammið er að skýrast – það er mánuður í þetta. Við verðum líka með myndasýningar og fyrirlestur.“ Hljómplötuklúbburinn Íslensk tónlist stendur fyrir dagskrá í Norræna húsinu í tilefni af afmæli íslensku plötunnar. Þá verða 100 ár frá útgáfu Dalvísa með Pétri A. Jónssyni. Kynnir verður Freyr Eyjólfsson og ásamt Þey koma meðal annars Garðar Thor Cortes og Ragnar Bjarnason fram. „Prógrammið er fyrst og fremst helgað 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar og þar sem Þeysararnir voru stór þáttur í að starta þessari rokkbylgju á Íslandi var eðlilegt að við værum með,“ segir Guðlaugur. Er möguleiki á því að á næsta ári komi hljómsveitin saman og haldi eins og eina rokktónleika? „Þetta er allavega fyrsta skrefið nú þegar menn eru farnir að tala saman og útsetja tónlistina. En við höfum alltaf haft þá stefnu að þegar Þeysararnir kæmu saman myndum við gera nýtt efni. Sýna hvernig þeir hefðu þróast ef þeir hefðu haldið áfram.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Þetta verður svolítið hátíðlegt. Þetta verður ekki svona rokk og ról eins og Rúdólf eða Killer Boogie,“ segir Guðlaugur Kristinn Óttarsson, gítarleikari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Þeys. Þeyr kemur fram á 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar í Norræna húsinu 23. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hætti árið 1983 eftir stuttan, en farsælan feril sem hófst, að sögn Guðlaugs, fyrir alvöru þegar hin eiginlega Þeyr varð til í janúar 1981. „Þetta verður táknrænn gjörningur,“ segir Guðlaugur. „Sigtryggur [Baldursson, trommari] verður ekki með, ég veit ekki með Þorstein. Hann er búinn að vera neðanjarðar í 25 ár.“ Guðlaugur segir að hann, Hilmar Örn Agnarsson bassaleikari og söngvarinn Magnús Guðmundsson verði fulltrúar hljómsveitarinnar ásamt allsherjargoðanum Hilmari Erni Hilmarssyni. „Svo verðum við með unga tónlistarmenn sem ætla að stíga á stokk og flytja Þeysverk,“ segir Guðlaugur. „Lögin verða í allt annarri útsetningu með strengjaútsetningar. Prógrammið er að skýrast – það er mánuður í þetta. Við verðum líka með myndasýningar og fyrirlestur.“ Hljómplötuklúbburinn Íslensk tónlist stendur fyrir dagskrá í Norræna húsinu í tilefni af afmæli íslensku plötunnar. Þá verða 100 ár frá útgáfu Dalvísa með Pétri A. Jónssyni. Kynnir verður Freyr Eyjólfsson og ásamt Þey koma meðal annars Garðar Thor Cortes og Ragnar Bjarnason fram. „Prógrammið er fyrst og fremst helgað 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar og þar sem Þeysararnir voru stór þáttur í að starta þessari rokkbylgju á Íslandi var eðlilegt að við værum með,“ segir Guðlaugur. Er möguleiki á því að á næsta ári komi hljómsveitin saman og haldi eins og eina rokktónleika? „Þetta er allavega fyrsta skrefið nú þegar menn eru farnir að tala saman og útsetja tónlistina. En við höfum alltaf haft þá stefnu að þegar Þeysararnir kæmu saman myndum við gera nýtt efni. Sýna hvernig þeir hefðu þróast ef þeir hefðu haldið áfram.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“