Hilmir Snær og Ingvar E. leiða saman hesta sína 23. júlí 2010 16:00 Hilmir Snær og Ingvar E. hafa verið í hálfgerðum sérflokki í íslenskri leiklist undanfarin ár og verða saman í aðalhlutverkum í jólasýningu Borgarleikhússins. „Það er óhætt að segja að leikhópurinn sé einstaklega glæsilegur,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en nú er loks orðið ljóst hverjir skipa helstu hlutverk í jólasýningu Borgarleikhússins, Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Tveir af fremstu leikurum þjóðarinnar, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson, verða í aðalhlutverkum í sýningunni en það er orðið ansi langt síðan þeir tveir voru á sviði saman. Og eitthvað sem eflaust margir hafa beðið eftir. Hilmir og Ingvar hafa verið í hálfgerðum sérflokki í íslenskri leiklist undanfarin ár en á síðustu Grímu var Hilmir kjörinn besti leikstjórinn fyrir Fjölskylduna og Ingvar besti leikarinn en hann var bæði tilnefndur fyrir aðalhlutverk í Djúpinu og Íslandsklukkunni. Í aðalkvenhlutverkinu verður síðan Kristín Þóra Haraldsdóttir sem hefur slegið eftirminnilega í gegn í Gauragangi og var tilnefnd til Grímunnar fyrir frammistöðu sína. Öllu verður tjaldað til fyrir þessa umfangsmiklu sýningu en leikstjóri hennar er hinn virti Oskaras Korsunovas. Magnús segir það mikinn heiður fyrir Borgarleikhúsið að hafa fengið þennan leikstjóra til liðs við sig. „Það er sannkallaður hvalreki fyrir okkur í Borgarleikhúsinu að fá þennan hæfileikaríka leikstjóra til að vinna með okkur,“ segir Magnús. Korsunovas fékk evrópsku leiklistarverðlaunin fyrir nokkrum árum og nýjasta sýningin hans fyrir Óperuna í Stokkhólmi hefur hlotið einróma lof. Hann gegnir stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í Vilnius í Litháen. Undirbúningurinn fyrir uppsetninguna hefur staðið í rúmt ár og Korsunovas hefur komið til Íslands í tvígang og séð átta sýningar. „Þannig fékk hann tækifæri til að sjá íslenska leikara og velja rétta hópinn,“ útskýrir Magnús en meðal annarra leikara má nefna Jörund Ragnarsson og Láru Jóhönnu Jónsdóttur úr Inspired by Iceland-myndbandinu en hún er nýkomin í hóp fastráðinna leikara hússins. Þröstur Leó Gunnarsson, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís og Guðjón Davíð Karlsson eru einnig meðal leikenda. „Það er valinn maður í hverju rúmi og við hlökkum öll mikið til að hefja æfingar,“ segir Magnús. Sýningin er sett upp í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og koma allir dansarar hans við sögu í verkinu. Gert er ráð fyrir að æfingar hefjist í október en verkið verður frumsýnt um jólin. freyrgigja@frettabladid.is Hilmir Snær Guðnason Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Það er óhætt að segja að leikhópurinn sé einstaklega glæsilegur,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en nú er loks orðið ljóst hverjir skipa helstu hlutverk í jólasýningu Borgarleikhússins, Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Tveir af fremstu leikurum þjóðarinnar, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson, verða í aðalhlutverkum í sýningunni en það er orðið ansi langt síðan þeir tveir voru á sviði saman. Og eitthvað sem eflaust margir hafa beðið eftir. Hilmir og Ingvar hafa verið í hálfgerðum sérflokki í íslenskri leiklist undanfarin ár en á síðustu Grímu var Hilmir kjörinn besti leikstjórinn fyrir Fjölskylduna og Ingvar besti leikarinn en hann var bæði tilnefndur fyrir aðalhlutverk í Djúpinu og Íslandsklukkunni. Í aðalkvenhlutverkinu verður síðan Kristín Þóra Haraldsdóttir sem hefur slegið eftirminnilega í gegn í Gauragangi og var tilnefnd til Grímunnar fyrir frammistöðu sína. Öllu verður tjaldað til fyrir þessa umfangsmiklu sýningu en leikstjóri hennar er hinn virti Oskaras Korsunovas. Magnús segir það mikinn heiður fyrir Borgarleikhúsið að hafa fengið þennan leikstjóra til liðs við sig. „Það er sannkallaður hvalreki fyrir okkur í Borgarleikhúsinu að fá þennan hæfileikaríka leikstjóra til að vinna með okkur,“ segir Magnús. Korsunovas fékk evrópsku leiklistarverðlaunin fyrir nokkrum árum og nýjasta sýningin hans fyrir Óperuna í Stokkhólmi hefur hlotið einróma lof. Hann gegnir stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í Vilnius í Litháen. Undirbúningurinn fyrir uppsetninguna hefur staðið í rúmt ár og Korsunovas hefur komið til Íslands í tvígang og séð átta sýningar. „Þannig fékk hann tækifæri til að sjá íslenska leikara og velja rétta hópinn,“ útskýrir Magnús en meðal annarra leikara má nefna Jörund Ragnarsson og Láru Jóhönnu Jónsdóttur úr Inspired by Iceland-myndbandinu en hún er nýkomin í hóp fastráðinna leikara hússins. Þröstur Leó Gunnarsson, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís og Guðjón Davíð Karlsson eru einnig meðal leikenda. „Það er valinn maður í hverju rúmi og við hlökkum öll mikið til að hefja æfingar,“ segir Magnús. Sýningin er sett upp í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og koma allir dansarar hans við sögu í verkinu. Gert er ráð fyrir að æfingar hefjist í október en verkið verður frumsýnt um jólin. freyrgigja@frettabladid.is Hilmir Snær Guðnason
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“