Innlent

Erum neðst Vestur-Evrópuríkja

Í kína Hagvöxtur á mann í Kína síðustu tvo áratugi er yfir þúsund prósentum, en 56 prósent á Íslandi. Fréttablaðið/AFP
Í kína Hagvöxtur á mann í Kína síðustu tvo áratugi er yfir þúsund prósentum, en 56 prósent á Íslandi. Fréttablaðið/AFP

Ísland er staðsett á milli Egyptalands og Papúa Nýju-Gíneu á lista yfir lönd þegar borinn er saman hagvöxtur í þeim síðustu tvo áratugi.

Bent er á það í 26. tölublaði Vísbendingar á þessu ári að verg landsframleiðsla (VLF) á mann hafi á tímabilinu bara vaxið um 56 prósent hér. „Ekkert Vestur-Evrópuríki er neðar á listanum,“ segir þar.

Á sama tíma hefur VLF á mann tvöfaldast í Bandaríkjunum og aukist enn meira í mörgum Evrópuríkjum.

„Nefna má ríki Austur-Evrópu en einnig Írland, Lúxemborg og Holland, en í öllum ríkjunum hefur VLF á mann 2,5 til 3,5 faldast á þessu tímabili. Spánn, Kýpur og Grikkland eru líka með betri hagvöxt á mann.“

Fullyrðingar Evrópuþingmannsins Daniels Hannah í erindi sem hann hélt hér á landi í síðasta mánuði um hagvöxt í ólíkum löndum eru í Vísbendingu sagðar vafasamar, en þar kvað hann Bandaríkin hafa staðið sig betur en lönd Evrópu.

„Honum láðist reyndar að geta þess að hagvöxtur á mann á Íslandi hefur verið mun minni en í Evrópusambandinu,“ segir í Vísbendingu. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×