Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi 15. júní 2010 13:08 Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Samkvæmt fréttinni mun háttsett embættismannanefnd Kínverja ganga frá röð af samningum í dag um fjárfestingar í grískum fyrirtækjum. Nefndin er undir forsæti Zhang Dejiang aðstoðarforsætisráðherra Kína. Financial Times byggir frétt sína á samtali við ónefndan grískan embættismann. Samkvæmt honum er m.a. um að ræða fjárfestingar í skipafélögum, fjarskiptafyrirtækjum og stækkun hafnarinnar í Piraeus sem er hafnarborg Aþenu. Þá mun samvinnusamningur við grískar skipasmíðastöðvar um skipasmíðar að andvirði 500 milljónir evra verða undirritaður. Hið ríkisrekna kínverska skipafélag Cosco stjórnar nú þegar gámasvæði í Piraeus en þar er um langtímaleigusamning að ræða sem talinn er 3,4 milljarða evra virði. Talið er að Kínverjarnir muni bjóða í umskipunarstöð nálægt Aþenu í samvinnu við hafnaryfirvöld. Umskipunarstöðin er ætluð til að þjónusta innflutning á kínverskum vörum til Balkanlandanna. Sumar áætlanir Kínverja í Grikklandi hafa runnið út í sandinn. Financial Times nefnir sem dæmi að fyrr í ár hafi kaup Kínverja á grískum skuldabréfum til langs tíma upp á 20 milljarða evra ekki gengið eftir. Stjórnvöld í Aþenu höfnuðu því að selja hlut í Gríska þjóðarbankanum en sú sala átti að vera liður í samningnum um kaupin á bréfunum. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Samkvæmt fréttinni mun háttsett embættismannanefnd Kínverja ganga frá röð af samningum í dag um fjárfestingar í grískum fyrirtækjum. Nefndin er undir forsæti Zhang Dejiang aðstoðarforsætisráðherra Kína. Financial Times byggir frétt sína á samtali við ónefndan grískan embættismann. Samkvæmt honum er m.a. um að ræða fjárfestingar í skipafélögum, fjarskiptafyrirtækjum og stækkun hafnarinnar í Piraeus sem er hafnarborg Aþenu. Þá mun samvinnusamningur við grískar skipasmíðastöðvar um skipasmíðar að andvirði 500 milljónir evra verða undirritaður. Hið ríkisrekna kínverska skipafélag Cosco stjórnar nú þegar gámasvæði í Piraeus en þar er um langtímaleigusamning að ræða sem talinn er 3,4 milljarða evra virði. Talið er að Kínverjarnir muni bjóða í umskipunarstöð nálægt Aþenu í samvinnu við hafnaryfirvöld. Umskipunarstöðin er ætluð til að þjónusta innflutning á kínverskum vörum til Balkanlandanna. Sumar áætlanir Kínverja í Grikklandi hafa runnið út í sandinn. Financial Times nefnir sem dæmi að fyrr í ár hafi kaup Kínverja á grískum skuldabréfum til langs tíma upp á 20 milljarða evra ekki gengið eftir. Stjórnvöld í Aþenu höfnuðu því að selja hlut í Gríska þjóðarbankanum en sú sala átti að vera liður í samningnum um kaupin á bréfunum.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira