Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Helga Arnardóttir skrifar 7. apríl 2010 18:51 Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. Jón Ásgeir segir í samtali við fréttastofu um stefnu skilanefndar Glitnis á hendur honum að hann hafi ekki misnotað aðstöðu sína í Glitni enda hafi hann enga ábyrgð borið á lánveitingum hans. Þess vegna fari hann fram á frávísun á málinu þar sem hann geti ekki verið málsaðili. Aðspurður um tölvupósta sína til Lárusar Welding þar sem hann virðist vera að gefa forstjóranum fyrirskipanir um hvernig framkvæma eigi lánasasmning segir Jón Ásgeir að tölvupóstarnir séu slitnir úr samhengi. Hann skorar á skilanefndina að birta tölvupóstsamskipti á milli sín og Lárusar Welding, ekki bara valda kafla sem henti henni. Þá segir hann að verðmatið á Goldsmith hafi ekki verið of hátt. Það hafi legið fyrir verðmat frá Capacent sem hljóðaði upp á sex milljarða og því hafi ekki verið um ofmat að ræða. Hann þvertekur fyrir að hafa hagnast sjálfur persónulega á þessum lánasamningi. Hann hafi ekki verið þátttakandi í þessum viðskiptum. HAns viðskipti við Fons komi því ekki við. Stefna Glitnis Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00 Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. Jón Ásgeir segir í samtali við fréttastofu um stefnu skilanefndar Glitnis á hendur honum að hann hafi ekki misnotað aðstöðu sína í Glitni enda hafi hann enga ábyrgð borið á lánveitingum hans. Þess vegna fari hann fram á frávísun á málinu þar sem hann geti ekki verið málsaðili. Aðspurður um tölvupósta sína til Lárusar Welding þar sem hann virðist vera að gefa forstjóranum fyrirskipanir um hvernig framkvæma eigi lánasasmning segir Jón Ásgeir að tölvupóstarnir séu slitnir úr samhengi. Hann skorar á skilanefndina að birta tölvupóstsamskipti á milli sín og Lárusar Welding, ekki bara valda kafla sem henti henni. Þá segir hann að verðmatið á Goldsmith hafi ekki verið of hátt. Það hafi legið fyrir verðmat frá Capacent sem hljóðaði upp á sex milljarða og því hafi ekki verið um ofmat að ræða. Hann þvertekur fyrir að hafa hagnast sjálfur persónulega á þessum lánasamningi. Hann hafi ekki verið þátttakandi í þessum viðskiptum. HAns viðskipti við Fons komi því ekki við.
Stefna Glitnis Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00 Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32
Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42
Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28
Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00
Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00
Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30
Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03