Viðskipti erlent

Útivinnandi mæðrum fjölgar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gæðastundum sem breskar mæður geta átt með börnum sínum fækkar.
Gæðastundum sem breskar mæður geta átt með börnum sínum fækkar.
Um 2,2 milljónir breskra mæðra eru útivinnandi og eru mæður farnar að skilja börn allt niður í sex mánaða gömul við sig til að sinna vinnu. Á fréttavef Daily Mail segir að þetta sé til marks um hversu mikið hafi þrengt að breskum fjölskyldum.

Fjöldi útivinnandi mæðra hefur aukist um 30% síðan 1997. Útivinnandi mæður eru nú orðnar fleiri en heimavinnandi mæður. Tölurnar sem eru komnar frá Hagstofu Bretlands

Árið 1997 voru 1,7 milljónir breskra mæðra í fullu starfi, árið 2003 var talan komin upp í 1,9 milljón og á þessu ári náði talan upp í 2,2 milljónir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×