Bill Gates orðinn viðskiptafélagi Kaupþings 25. desember 2010 12:07 Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr. Slitastjórn Kaupþings heldur utanum tæplega 30% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista. Upphaflegu kaupin á þeim hlut eru m.a. til rannsóknar hjá Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar. Í frétt um málið á Reuters segir að JJB Sports eigi í fjárhagslegum erfiðleikum og að Bill and Melinda Gates Foundation Trust hafi ásamt þremur öðrum fjárfestum í keðjunni ákveðið að leggja henni til nýtt fé. Samtals fer þessi hópur með rúmlega 44% eignarhlut í JJB Sports, þar af á sjóður Bill Gates og Melindu um 5%. Fram kemur á Reuters að áður en þetta nýja fé kom til var JJB Sports í hættu á að brjóta skilamála á 25 milljón punda láni frá Royal Bank of Scotland. Keðjan hafði gefið út aðvörun um slíkt fyrir mánuði síðan. Bankinn féllst á að gjaldfella ekki lánið þegar lá ljóst fyrir að nýtt fé væri á leið inn í keðjuna. Hlutir í JJB Sports hafa tapað um 83% af gildi sínu á liðnu ári en hækkuðu um 20% s.l. föstudag þegar tilkynnt var um fjárinnspýtinguna. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr. Slitastjórn Kaupþings heldur utanum tæplega 30% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista. Upphaflegu kaupin á þeim hlut eru m.a. til rannsóknar hjá Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar. Í frétt um málið á Reuters segir að JJB Sports eigi í fjárhagslegum erfiðleikum og að Bill and Melinda Gates Foundation Trust hafi ásamt þremur öðrum fjárfestum í keðjunni ákveðið að leggja henni til nýtt fé. Samtals fer þessi hópur með rúmlega 44% eignarhlut í JJB Sports, þar af á sjóður Bill Gates og Melindu um 5%. Fram kemur á Reuters að áður en þetta nýja fé kom til var JJB Sports í hættu á að brjóta skilamála á 25 milljón punda láni frá Royal Bank of Scotland. Keðjan hafði gefið út aðvörun um slíkt fyrir mánuði síðan. Bankinn féllst á að gjaldfella ekki lánið þegar lá ljóst fyrir að nýtt fé væri á leið inn í keðjuna. Hlutir í JJB Sports hafa tapað um 83% af gildi sínu á liðnu ári en hækkuðu um 20% s.l. föstudag þegar tilkynnt var um fjárinnspýtinguna.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira