Lífið

Vill fá laun fyrir hárið

Leikfimikennarinn Sue gerir stöðugt grín að hrokkinhærðum kennaranum Will Schuester í Glee.
Leikfimikennarinn Sue gerir stöðugt grín að hrokkinhærðum kennaranum Will Schuester í Glee.
Leikarinn Matthew Morrison segir hárið sitt vera eins og persónu út af fyrir sig í grínþáttunum Glee. Honum finnst þess vegna að tvöfalda ætti laun hans.

Morrison leikur kennarann Will Schuester í þáttunum sem gerast í skóla í Bandaríkjunum. Þar er hann í stöðugri baráttu við íþróttakennarann Sue Sylvester sem gerir oftar en ekki grín að hrokknu hári hans. Hann segist þó ekki taka þetta grín nærri sér.

„Það eru allir leikararnir viðbúnir því að gert sé grín að þeim í handritinu. Hvort sem einhver er með skrýtið nef eða er lélegur að dansa. En hárið mitt er eiginlega persóna út af fyrir sig. Mér finnst að ég ætti að fá tvöföld laun," sagði Morrison.

Hann var nú væntanlega að grínast en hann lét þessi orð falla í viðtali í Englandi fyrir helgi. Þar gaf hann það einnig sterklega í skyn að skoska söngkonan Susan Boyle myndi koma fram í þáttunum á næstunni og leika afgreiðslukonu í mötuneyti skólans.

Næsti þáttur af Glee er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.