Lífið

Butler og Lohan daðra

Butler er vinsæll meðal kvenfólks í Hollywood.
Butler er vinsæll meðal kvenfólks í Hollywood. Mynd/Heiða Helgadóttir

Leikkonan Lindsay Lohan heldur áfram að prýða forsíður slúðurtímarita vestan hafs með hegðun sinni. Nú er það ástarlíf leikkonunnar ungu sem rataði í blöðin.

Samkvæmt tímaritum hið vestra á Lindsay Lohan að hafa yfirgefið sundlaugarteiti í Hollywood ásamt skoska leikaranum Gerard Butler, en sögusagnir um að Lohan og Butler væru að slá sér saman heyrðust fyrst fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar þau voru bæði stödd í Marokkó.

„Þau komu í veisluna í sitthvoru lagi en þegar þau sáu hvort annað þá föðmuðust þau og spjölluðu aðeins. Eftir því sem leið á daginn urðu þau vinalegri hvort við annað og að lokum yfirgáfu þau veisluna saman," var haft eftir sjónarvotti sem segir parið hafa farið á hótel í grendinni. „Þau létu hvort annað ekki vera allan tímann sem þau voru í veislunni og voru sjaldan langt frá hvort öðru," var haft eftir öðrum veislugesti.

Bæði Butler og Lohan hafa í gegnum tíðina verið orðuð við ýmsar stjörnur og því gætu þau átt afar vel saman. Butler hefur meðal annars verið orðaður við leikkonurnar Jennifer Aniston, Cameron Diaz og söngkonuna Jessicu Simpson á meðan Lohan var hér áður fyrr orðuð við leikarann Wilmer Valderrama, fyrirsætuna Calum Best og átti í árslöngu sambandi með plötusnúðnum Samönthu Ronson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.