Lífið

Bachelorette Ísland í kvöld

Ali og fylgdarliðið komu til Íslands snemma í vor.
Ali og fylgdarliðið komu til Íslands snemma í vor.

Í kvöld fá amerískir áhorfendur að sjá piparjónkuna Ali Fedotowsky leita að hinni sönnu ást á Íslandi í sjöttu seríunni af Bachelorette.

Sérstök forsýning fyrir þá sem komu að þættinum verður í Bláa lóninu annað kvöld en það var Pegasus sem hafði umsjón með tökunum hér á landi. Samkvæmt áhorfsmælingum þar vestra horfa tæplega átta milljónir á Bachelorette í Bandaríkjunum og því ljóst að ástarleitin verður hin besta landkynning.

Hér á heimasíðu ABC er hægt að sjá stutt sýnishorn úr þættinum.


Tengdar fréttir

Bachelorette á Íslandi - viss um að verða ástfangin

Myndbrot úr bandaríska raunveruleikaþættinum The Bachelorette sem tekinn var upp hér á Íslandi eru komin á heimasíðu ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Hin eftirsótta Ali sem keppendur ganga með grasið í skónum á eftir lýsir því yfir að á Íslandi muni hún verða ástfangin.

Bachelorette til Íslands

Einn þáttur úr bandarísku raunveruleikaþáttaseríunni Bachelorette verður tekinn upp hér á landi innan tíðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun framleiðslufyrirtækið Pegasus þjónusta bandaríska tökuliðið meðan á dvöl þess hér á landi stendur, en um er að ræða gríðarlega stórt verkefni sem tugir manna munu koma að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.