Leiðtogaskortur 17. ágúst 2010 06:00 Þeir sem eru svo lánsamir að fá virkilega góða kennara meðan þeir eru að mótast, hugsa gjarnan til þeirra með þakklæti ævina á enda. Fyrirtæki, sem stjórnað er af traustum forstjóra sem ber hag starfsmanna fyrir brjósti, og er uppörvandi, hreinn og beinn í samskiptum við undirmenn sína, skapar öryggi og vellíðan á vinnustað. Sá sem á foreldra sem eru jákvæðir og sjálfum sér samkvæmir, hvetjandi og traustir, búa að því það sem eftir er. Hið gagnstæða gerist hjá yfirspenntum kennara sem býr yfir þekkingu sem hann hefur ekki hæfileika til að miðla til annarra, forstjóra sem er ekki sjálfum sér samkvæmur, og þolir illa þá sem ekki tala upp í hann, og foreldrum, sem segja eitt og gera annað, gera upp á milli barna sinna og svívirða hvort annað í þeirra viðurvist. Hvar sem við erum stödd í tilverunni er einhver eða einhverjir sem hafa umtalsverð áhrif á líðan okkar, gildismat og sjálfsöryggi. Leiðtogahæfileikar eru ekki endilega samferða gáfum, glæsimennsku og metnaði. Þegar mikið liggur við, fer ekki á milli mála hvort slíkir hæfileikar búa í þeim sem hefur verið trúað fyrir hagsmunum annarra, eða ekki. Leiðtogar í stjórnmálum bera víðtækari ábyrgð en þeir kannski gera sér grein fyrir. Afköst er ekki sama og árangur. Það er ekki nóg að vinna mikið, ef ekki er verið að gera réttu hlutina. Góða ríkisstjórninStjórnmál eru að því leyti til eins og knattspyrna, að ef félagi í KR, færi að halda með FH í leik milli liðanna, af því að leikmennirnir þar væru betri, jaðraði það við landráð. Þú stendur með þínu liði gegnum þykkt og þunnt. Samt er það nú svo, að kjörtímabil ríkisstjórna er fjögur ár, og það er í allra þágu að hún standi sig. Að óska henni ófarnaðar er eins og að vera farþegi á skipi í úfnum sjó og vonast til að skipstjórinn sigli í strand, af því hann er ekkert skyldur farþegunum. Hinsvegar fer ekki hjá því að fólk staldri við þegar það fær á tilfinninguna að áttavitinn sé ekki í lagi. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tók við stjórnartaumum á erfiðum tímum, bæði þekkt fyrir heiðarleika, staðfestu og sérvisku, en ekki framsýni. Málflutningur þeirra og samherja þeirra var nánast alfarið byggður á því hvað fólkið í Sjálfstæðisflokknum væri spillt og óhæft. Nú kæmi vor eftir langan vetur í íslenskum stjórnmálum. Heiðarlega fólkið var mætt á staðinn. Nýtt Ísland að verða til. Héðan í frá væri allt uppi á borðum. Engin leynd. Sérhagsmunir liðin tíð. Gagnsæið tekið við. Vönduð vinnubrögð tekin upp í stjórnsýslunni. Norræna velferðakerfið í augsýn. Vondu karlarnir í Ameríku ekki virtir viðlits. Valdagræðgi stjórnarsinna ekki liðin. Samhent ríkisstjórn. Fyrir fólkið. Hvernig hefur ríkisstjórn góða og heiðarlega fólksins svo reynst? Enginn ágreiningurÁgreiningur milli stjórnarflokkanna heitir ekki ágreiningur, heldur skiptar skoðanir, og skoðanafrelsið er virt - þegar þess gerist þörf. Samstarfið er alls ekki í hættu. Hefur aldrei verið. Allir eru einhuga um fyrsta boðorðið: Ríkisstjórnin situr, hvað sem í skerst. Einn virtasti ráðherrann segir af sér af hugsjónaástæðum. En það er hreint ekki ágreiningur í flokknum hans þegar hann er spurður. Ráðherrarnir eru ekki endilega á einu máli og ræða það opinberlega. Forsætisráðherra ræðir um persónulegar skoðanir sínar á samherja sem á undir högg að sækja og hún vill bersýnilega losna við. Ráðherra, sem hún réði, á líka undir högg að sækja, en hann er saklaus. Ráðningar án auglýsingar, eins og gerðist víst hjá vonda fólkinu, eru enn í gildi. Fólk er ráðið og ráðningin dregin til baka. Bara misskilningur. Sumir ráðherrar, til dæmis heilbrigðisráðherra og sjávarútvegsráðherra virðast líta á ráðuneytin sem þeir þjóna eins og prívatheimili sín, þar sem þau geta þjónað lund sinni og áhugamálum að vild. Heilbrigðisráðherra hefur engar áhyggjur af landflótta lækna, vegna stefnu og framkomu ráðherrans. „Þetta er ekkert vandamál, þeir koma aftur." Tveggja vikna bið eftir tíma hjá heimilislækni stendur ráðherranum ekki fyrir svefni frekar en annað. Í gær kom fram að ráðherrann hefði sett stjórn Sjúkratrygginga af og skipað nýja. Skýringin: Til að færa stofnunina nær ráðuneytinu. Vísast er það fyrst og fremst til að færa flokkssystkini ráðherrans nær honum. Það hefur verið mikið óþol þar á bæ í þeim efnum. Skattar eru hækkaðir og meiri hækkanir boðaðar. Laun lækkuð. Efling atvinnulífsins felst í tímabundum verkefnum. Ekki horft til lengri tíma. Fordómar gegn virkjun orkunnar eru allsráðandi. Forætisráðherra landsins er lítið sýnilegur. Og hvorki hann né fjármálaráðherrann, þótt knár sé og vinnusamur, eru sú forysta sem vekur traust og glæðir kraft og bjartsýni hjá almenningi á erfiðum tímum. Þau eru meira eins og duglegir ríkisstarfsmenn, en leiðtogar. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Þeir sem eru svo lánsamir að fá virkilega góða kennara meðan þeir eru að mótast, hugsa gjarnan til þeirra með þakklæti ævina á enda. Fyrirtæki, sem stjórnað er af traustum forstjóra sem ber hag starfsmanna fyrir brjósti, og er uppörvandi, hreinn og beinn í samskiptum við undirmenn sína, skapar öryggi og vellíðan á vinnustað. Sá sem á foreldra sem eru jákvæðir og sjálfum sér samkvæmir, hvetjandi og traustir, búa að því það sem eftir er. Hið gagnstæða gerist hjá yfirspenntum kennara sem býr yfir þekkingu sem hann hefur ekki hæfileika til að miðla til annarra, forstjóra sem er ekki sjálfum sér samkvæmur, og þolir illa þá sem ekki tala upp í hann, og foreldrum, sem segja eitt og gera annað, gera upp á milli barna sinna og svívirða hvort annað í þeirra viðurvist. Hvar sem við erum stödd í tilverunni er einhver eða einhverjir sem hafa umtalsverð áhrif á líðan okkar, gildismat og sjálfsöryggi. Leiðtogahæfileikar eru ekki endilega samferða gáfum, glæsimennsku og metnaði. Þegar mikið liggur við, fer ekki á milli mála hvort slíkir hæfileikar búa í þeim sem hefur verið trúað fyrir hagsmunum annarra, eða ekki. Leiðtogar í stjórnmálum bera víðtækari ábyrgð en þeir kannski gera sér grein fyrir. Afköst er ekki sama og árangur. Það er ekki nóg að vinna mikið, ef ekki er verið að gera réttu hlutina. Góða ríkisstjórninStjórnmál eru að því leyti til eins og knattspyrna, að ef félagi í KR, færi að halda með FH í leik milli liðanna, af því að leikmennirnir þar væru betri, jaðraði það við landráð. Þú stendur með þínu liði gegnum þykkt og þunnt. Samt er það nú svo, að kjörtímabil ríkisstjórna er fjögur ár, og það er í allra þágu að hún standi sig. Að óska henni ófarnaðar er eins og að vera farþegi á skipi í úfnum sjó og vonast til að skipstjórinn sigli í strand, af því hann er ekkert skyldur farþegunum. Hinsvegar fer ekki hjá því að fólk staldri við þegar það fær á tilfinninguna að áttavitinn sé ekki í lagi. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tók við stjórnartaumum á erfiðum tímum, bæði þekkt fyrir heiðarleika, staðfestu og sérvisku, en ekki framsýni. Málflutningur þeirra og samherja þeirra var nánast alfarið byggður á því hvað fólkið í Sjálfstæðisflokknum væri spillt og óhæft. Nú kæmi vor eftir langan vetur í íslenskum stjórnmálum. Heiðarlega fólkið var mætt á staðinn. Nýtt Ísland að verða til. Héðan í frá væri allt uppi á borðum. Engin leynd. Sérhagsmunir liðin tíð. Gagnsæið tekið við. Vönduð vinnubrögð tekin upp í stjórnsýslunni. Norræna velferðakerfið í augsýn. Vondu karlarnir í Ameríku ekki virtir viðlits. Valdagræðgi stjórnarsinna ekki liðin. Samhent ríkisstjórn. Fyrir fólkið. Hvernig hefur ríkisstjórn góða og heiðarlega fólksins svo reynst? Enginn ágreiningurÁgreiningur milli stjórnarflokkanna heitir ekki ágreiningur, heldur skiptar skoðanir, og skoðanafrelsið er virt - þegar þess gerist þörf. Samstarfið er alls ekki í hættu. Hefur aldrei verið. Allir eru einhuga um fyrsta boðorðið: Ríkisstjórnin situr, hvað sem í skerst. Einn virtasti ráðherrann segir af sér af hugsjónaástæðum. En það er hreint ekki ágreiningur í flokknum hans þegar hann er spurður. Ráðherrarnir eru ekki endilega á einu máli og ræða það opinberlega. Forsætisráðherra ræðir um persónulegar skoðanir sínar á samherja sem á undir högg að sækja og hún vill bersýnilega losna við. Ráðherra, sem hún réði, á líka undir högg að sækja, en hann er saklaus. Ráðningar án auglýsingar, eins og gerðist víst hjá vonda fólkinu, eru enn í gildi. Fólk er ráðið og ráðningin dregin til baka. Bara misskilningur. Sumir ráðherrar, til dæmis heilbrigðisráðherra og sjávarútvegsráðherra virðast líta á ráðuneytin sem þeir þjóna eins og prívatheimili sín, þar sem þau geta þjónað lund sinni og áhugamálum að vild. Heilbrigðisráðherra hefur engar áhyggjur af landflótta lækna, vegna stefnu og framkomu ráðherrans. „Þetta er ekkert vandamál, þeir koma aftur." Tveggja vikna bið eftir tíma hjá heimilislækni stendur ráðherranum ekki fyrir svefni frekar en annað. Í gær kom fram að ráðherrann hefði sett stjórn Sjúkratrygginga af og skipað nýja. Skýringin: Til að færa stofnunina nær ráðuneytinu. Vísast er það fyrst og fremst til að færa flokkssystkini ráðherrans nær honum. Það hefur verið mikið óþol þar á bæ í þeim efnum. Skattar eru hækkaðir og meiri hækkanir boðaðar. Laun lækkuð. Efling atvinnulífsins felst í tímabundum verkefnum. Ekki horft til lengri tíma. Fordómar gegn virkjun orkunnar eru allsráðandi. Forætisráðherra landsins er lítið sýnilegur. Og hvorki hann né fjármálaráðherrann, þótt knár sé og vinnusamur, eru sú forysta sem vekur traust og glæðir kraft og bjartsýni hjá almenningi á erfiðum tímum. Þau eru meira eins og duglegir ríkisstarfsmenn, en leiðtogar. Því miður.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun