Viðskipti erlent

Mikill samdráttur í bílasölunni hjá Lamborghini

Mikill samdráttur varð milli ára í bílasölunni hjá hinum þekkta ítalska sportbílaframleiðenda Lamborghini. Salan minnkaði um 37% frá árinu 2008 og til ársins í fyrra. Samhliða þessu nam tapið af rekstri Lamborghini í fyrra 32 milljónir evra eða um 5,5 milljarða kr. fyrir skatta.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að taka beri fram að árið 2008 setti Lamborghini sölumet en það ár seldust 2.430 bílar. Í fyrra datt salan svo niður í 1.515 bíla.

Talsmenn Lamborghini segja sjálfir að höfuðástæðan fyrir minni sölu sé fjármálakreppan og eigi það einkum við um markaðinn í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem flestir Lamborghini bílar seljast.

Til að mæta minnkandi sölu hefur Lamborghini ákveðið að auka fjárframlög til þróunardeildar sinnar um 32% á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×