Fótbolti

Cagliari sektað fyrir kynþáttaníð áhorfenda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Kamerúninn Samuel Eto´o, leikmaður Inter, mátti þola kynþáttaníð í leik Inter og Cagliari um helgina. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem framherjinn lendir í slíkri leiðindauppákomu.

Svo slæmt var ástandið á vellinum að leikurinn var stöðvaður eftir aðeins þrjár mínútur og áhorfendur beðnir um að haga sér skikkanlega.

Ítalska knattspyrnusambandið hefur nú sektað Cagliari um 25 þúsund evrur vegna heðgunar áhorfenda.

Eto´o svaraði fyrir sig á besta mögulegan hátt með því að skora eina mark leiksins.

Hann hefur orðið fyrir svo miklu aðkasti á Ítalíu að hann er hættur að taka fjölskylduna með sér á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×