Saksóknara Alþingis neitað um brýn gögn 29. desember 2010 04:30 Viðkvæm gögn Gögnin eru nú í vörslu Þjóðskjalasafns sem neitar að veita aðgang að hluta þeirra.Fréttablaðið / valli Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Rannsóknarnefndin hefur lögum samkvæmt afhent Þjóðskjalasafninu öll gögn sín til varðveislu. Hluti þeirra hefur verið gerður aðgengilegur fræðimönnum að uppfylltum skilyrðum, en í lögum um nefndina segir að ef höfðað er sakamál á hendur einhverjum sem vikið er að í gögnunum skuli sömu reglur gilda um aðgang að upplýsingum eins og almennt um sakamál. Sigríður hefur farið fram á það við Þjóðskjalasafnið að fá gögnin afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til stjórnarskrárákvæðisins um friðhelgi einkalífsins og þess hversu rík skylda hvíldi á fólki að gefa skýrslu fyrir nefndinni og draga þar ekkert undan. „Ég tel mjög nauðsynlegt að fá þessar skýrslur, meðal annars af lykilfólki í bönkum, Seðlabanka og ráðuneytum, en þau telja að það sé ekki heimilt að afhenda skýrslurnar og tölvupóstsamskipti Geirs," segir Sigríður. Sigríður j. Friðjónsdóttir Án gagnanna verði hins vegar tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Annars þarf ég kannski að fara að taka einhverjar skýrslur, því að það er erfitt að kalla fólk fyrir landsdóm vitandi ekkert hvað það hefur fram að færa," útskýrir Sigríður. Til samanburðar nefnir hún að í venjulegu sakamáli liggi fyrir lögregluskýrslur sem ákæruvaldið geti byggt málatilbúnað sinn á. Ekki dugi að vísa til skýrslu rannsóknarnefndarinnar því bæði saksóknarinn og dómurinn þurfi að sjá gögnin sem liggja að baki ályktunum nefndarinnar og leggja á þau sjálfstætt mat. Kæmi til þess að saksóknari þyrfti að taka skýrslur til að undirbyggja ákæruna yrði það líklega gert fyrir héraðsdómi. Sigríður vill hins vegar fyrst láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm. Þangað til niðurstaða fæst í málið verði hins vegar hægt að vinna áfram að undirbúningi málsóknarinnar. Rannsóknarnefndin tók alls skýrslu af 163 einstaklingum og Sigríður hefur því óskað eftir aðgangi að drjúgum hluta þeirra. Hún hefur jafnframt óskað eftir öðrum gögnum, meðal annars bréfum, fundargerðum, minnisblöðum og lista yfir þá 183 sem rannsóknarnefndin fundaði með án þess að taka af þeim formlega skýrslu og á von á að fá þau í hendur fljótlega. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Rannsóknarnefndin hefur lögum samkvæmt afhent Þjóðskjalasafninu öll gögn sín til varðveislu. Hluti þeirra hefur verið gerður aðgengilegur fræðimönnum að uppfylltum skilyrðum, en í lögum um nefndina segir að ef höfðað er sakamál á hendur einhverjum sem vikið er að í gögnunum skuli sömu reglur gilda um aðgang að upplýsingum eins og almennt um sakamál. Sigríður hefur farið fram á það við Þjóðskjalasafnið að fá gögnin afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til stjórnarskrárákvæðisins um friðhelgi einkalífsins og þess hversu rík skylda hvíldi á fólki að gefa skýrslu fyrir nefndinni og draga þar ekkert undan. „Ég tel mjög nauðsynlegt að fá þessar skýrslur, meðal annars af lykilfólki í bönkum, Seðlabanka og ráðuneytum, en þau telja að það sé ekki heimilt að afhenda skýrslurnar og tölvupóstsamskipti Geirs," segir Sigríður. Sigríður j. Friðjónsdóttir Án gagnanna verði hins vegar tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Annars þarf ég kannski að fara að taka einhverjar skýrslur, því að það er erfitt að kalla fólk fyrir landsdóm vitandi ekkert hvað það hefur fram að færa," útskýrir Sigríður. Til samanburðar nefnir hún að í venjulegu sakamáli liggi fyrir lögregluskýrslur sem ákæruvaldið geti byggt málatilbúnað sinn á. Ekki dugi að vísa til skýrslu rannsóknarnefndarinnar því bæði saksóknarinn og dómurinn þurfi að sjá gögnin sem liggja að baki ályktunum nefndarinnar og leggja á þau sjálfstætt mat. Kæmi til þess að saksóknari þyrfti að taka skýrslur til að undirbyggja ákæruna yrði það líklega gert fyrir héraðsdómi. Sigríður vill hins vegar fyrst láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm. Þangað til niðurstaða fæst í málið verði hins vegar hægt að vinna áfram að undirbúningi málsóknarinnar. Rannsóknarnefndin tók alls skýrslu af 163 einstaklingum og Sigríður hefur því óskað eftir aðgangi að drjúgum hluta þeirra. Hún hefur jafnframt óskað eftir öðrum gögnum, meðal annars bréfum, fundargerðum, minnisblöðum og lista yfir þá 183 sem rannsóknarnefndin fundaði með án þess að taka af þeim formlega skýrslu og á von á að fá þau í hendur fljótlega. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira