Lífið

Konan hélt framhjá

Kelsey Grammer og Camille Grammer standa nú í skilnaði. Þau eiga saman tvö börn.Nordicphotos/getty
Kelsey Grammer og Camille Grammer standa nú í skilnaði. Þau eiga saman tvö börn.Nordicphotos/getty
Gamanleikarinn Kelsey Grammer stendur nú í skilnaði við eiginkonu sína, Camille Grammer, en þau eiga þrettán ára samband að baki. Samkvæmt heimildum eiga hjónin að hafa rifist oft og gjarnan síðustu mánuði bæði vegna fjárhagsörðugleika og vegna meints framhjáhalds Camille.

„Camille hitti tvítugan þjón þegar hún var í fríi á Havaí og varð mjög hrifin af honum. Hún bauð honum meira að segja að heimsækja sig til Los Angeles á meðan Kelsey var í New York að leika. Kelsey frétti af framhjáhaldinu og varð miður sín,“ var haft eftir ónefndum heimildarmanni sem segir Camille jafnframt hafa eytt um efni fram.

„Camille er hrifin af rándýrum merkjavörum og Kelsey hefur margoft beðið hana um að eyða minna, en hún hlustar ekki. Kelsey er ekki farinn á hausinn en hann er ekki lengur ríkur og ég held að Camille hafi ekki verið hrifin af því að þurfa að lifa samkvæmt efnum.“ Hjónin eiga saman tvö börn, hina átta ára gömlu Mason og fimm ára gamlan son, Jude.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.