Alonso: Þurfum að vera klókir í tímatökum 14. maí 2010 17:38 Fernando Alonso hjá Ferrari er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Jenson Button. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma á báðum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Á morgun verður þriðja æfing keppnisliða og svo tímatakan í hádeginu, hvorutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Það er ljóst að menn verða að hafa fullt sjálfstraust á svona braut og maður verður að finna sig um borð í bílnum, til að hámarka möguleika sína. Það er gott að byrja vel á æfingum til að þurfa ekki að leita að kraftaverki varðandi uppsetningu bílsins", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Við Massa vorum ánægður með æfingarnar, en við vitum báðir að það verður hart barist í tímatökunni. Það var þriðjungur úr sekúndu á milli toppmanna og það eru sjö eða átta bílar með góða möguleika. Við megum engin mistök gera og verður að vera fullkomnir á laugardag." "Við höfum bætt okkur frá því í Barcelona og vonandi erum við ekki lengur sekúndu á eftir Red Bull. Við höfum stundum verið sterkir á fyrstu æfingum sem og McLaren, en svo hafa Red Bull menn náð besta tímanum í tímatökum. Við verðum að vera klárir, annars lendum við í sjötta eða sjöunda sæti", sagði Alonso. Sjá brautarlýsingu frá Mónakó Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma á báðum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Á morgun verður þriðja æfing keppnisliða og svo tímatakan í hádeginu, hvorutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Það er ljóst að menn verða að hafa fullt sjálfstraust á svona braut og maður verður að finna sig um borð í bílnum, til að hámarka möguleika sína. Það er gott að byrja vel á æfingum til að þurfa ekki að leita að kraftaverki varðandi uppsetningu bílsins", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Við Massa vorum ánægður með æfingarnar, en við vitum báðir að það verður hart barist í tímatökunni. Það var þriðjungur úr sekúndu á milli toppmanna og það eru sjö eða átta bílar með góða möguleika. Við megum engin mistök gera og verður að vera fullkomnir á laugardag." "Við höfum bætt okkur frá því í Barcelona og vonandi erum við ekki lengur sekúndu á eftir Red Bull. Við höfum stundum verið sterkir á fyrstu æfingum sem og McLaren, en svo hafa Red Bull menn náð besta tímanum í tímatökum. Við verðum að vera klárir, annars lendum við í sjötta eða sjöunda sæti", sagði Alonso. Sjá brautarlýsingu frá Mónakó
Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira