Lífið

Þvílíkt fjör á X-mas tónleikunum

X-mas styrktartónleikar X-ins 977 eru árlegur viðburður sem tónlistarspekingar flykkjast á ár eftir ár. Það var húsfyllir á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu síðastliðið föstudagskvöldið þegar styrktartónleikarnir voru haldnir.

Líkt og fyrri ár greiddu gestir 977 krónur í aðgangseyri. Það fé rennur óskipt til Stígamóta en rúm hálf milljón safnaðist. Söfnunarféð verður afhent Stígamótum í þættinum Harmageddon á Xinu 977 á Þorláksmessu.

Meðfylgjandi myndir fanga frábæra stemmningu á Sódóma og hér fyrir ofan er einnig hægt að horfa á myndband af stuðinu. Það var útbúið af Ring, sem var styrktaraðili tónleikanna ásamt Tuborg.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.