Dellukallar eyða milljónum í þrívíddarsjónvörp 29. júní 2010 07:00 Þrívíddarsjónvarpstæki er það sem koma skal. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru bara allt önnur gæði í þessum sjónvörpum en í venjulegum. Maður sér dýptina í myndinni," segir Ólafur Már Hreinsson, starfsmaður Sjónvarpsmiðstöðvarinnar. Sjónvarpsmiðstöðin er byrjuð að selja þrívíddarsjónvörp og tækjaóðir Íslendingar taka vel nýjungina. Þar á bæ seljast allt að sjö tæki á viku á um 650.000 krónur stykkið. Það er um 400.000 krónum meira en hefðbundinn flatskjár af sömu stærð. Progastro hóf einnig nýlega innflutning á þrívíddarsjónvörpum og hefur þegar selt fimm tæki á um 560.000 krónur stykkið. Baldur Steinarsson hjá fyrirtækinu vill meina að þrívíddartæknin sé framtíðin. „Við erum nýbyrjaðir að selja tækin og pöntuðum þau inn eftir eftirspurn frá viðskiptavinum," segir hann og bætir við að sjónvarpstöðin Sky, sem nýverið hóf útsendingu á sérstakri þrívíddarrás, ætlaði að senda HM í knattspyrnu út í þrívídd en það gekk ekki eftir. „Það eru samt nokkrir leikir sýndir á þeirri stöð," segir Baldur. Ólafur Már hjá Sjónvarpsmiðstöðinni tekur undir orð Baldurs og segir þrívíddartæknina það sem koma skal. Hann vill meina að þrívíddin geri hversdagslegt sjónvarpsgláp að raunverulegri og skemmtilegri upplifun. „Það sem er miklu betra við þrívíddina er að þú færð bæði myndina á móti þér og ferð inn í myndina," segir hann. „Ef maður horfir á fótbolta beygir maður sig niður því það er eins og boltinn fari í mann." En hver kaupir sjónvörpin? „Það eru nú helst dellukallar sem festa kaup á gripnum enn sem komið er." Til þess að nýta tæknina þurfa áhorfendur að nota sérstök þrívíddargleraugu. Tvenn fylgja sjónvörpunum, en hægt er að kaupa stykkið á um 20.000 krónur. „Það er örugglega hægt eyða svipuðum pening í áhugamál eins og golf eða veiði," segir Ólafur og viðurkennir að hann sé einn af þessum delluköllum og sé að safna fyrir gripnum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Það eru bara allt önnur gæði í þessum sjónvörpum en í venjulegum. Maður sér dýptina í myndinni," segir Ólafur Már Hreinsson, starfsmaður Sjónvarpsmiðstöðvarinnar. Sjónvarpsmiðstöðin er byrjuð að selja þrívíddarsjónvörp og tækjaóðir Íslendingar taka vel nýjungina. Þar á bæ seljast allt að sjö tæki á viku á um 650.000 krónur stykkið. Það er um 400.000 krónum meira en hefðbundinn flatskjár af sömu stærð. Progastro hóf einnig nýlega innflutning á þrívíddarsjónvörpum og hefur þegar selt fimm tæki á um 560.000 krónur stykkið. Baldur Steinarsson hjá fyrirtækinu vill meina að þrívíddartæknin sé framtíðin. „Við erum nýbyrjaðir að selja tækin og pöntuðum þau inn eftir eftirspurn frá viðskiptavinum," segir hann og bætir við að sjónvarpstöðin Sky, sem nýverið hóf útsendingu á sérstakri þrívíddarrás, ætlaði að senda HM í knattspyrnu út í þrívídd en það gekk ekki eftir. „Það eru samt nokkrir leikir sýndir á þeirri stöð," segir Baldur. Ólafur Már hjá Sjónvarpsmiðstöðinni tekur undir orð Baldurs og segir þrívíddartæknina það sem koma skal. Hann vill meina að þrívíddin geri hversdagslegt sjónvarpsgláp að raunverulegri og skemmtilegri upplifun. „Það sem er miklu betra við þrívíddina er að þú færð bæði myndina á móti þér og ferð inn í myndina," segir hann. „Ef maður horfir á fótbolta beygir maður sig niður því það er eins og boltinn fari í mann." En hver kaupir sjónvörpin? „Það eru nú helst dellukallar sem festa kaup á gripnum enn sem komið er." Til þess að nýta tæknina þurfa áhorfendur að nota sérstök þrívíddargleraugu. Tvenn fylgja sjónvörpunum, en hægt er að kaupa stykkið á um 20.000 krónur. „Það er örugglega hægt eyða svipuðum pening í áhugamál eins og golf eða veiði," segir Ólafur og viðurkennir að hann sé einn af þessum delluköllum og sé að safna fyrir gripnum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira