Innlent

Össur: Mugabe um miðja nótt, mækinn lengi tottar

Myndin af íslensku sendinefndinni birtist meðal annars á vef þýska blaðsins Die Zeit.
Myndin af íslensku sendinefndinni birtist meðal annars á vef þýska blaðsins Die Zeit.

Eftir ríkisstjórnarfund í morgun var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra spurður út í mynd af honum sem var tekin á leiðtogaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku og vakti athygli víða.

Þar sést Össur og sendinefnd Íslands dotta yfir ræðu Robert Mugabe, forseta Zimbabwe.

„Já, ég dottaði, en ég orti um það vísu,“ sagði utanríkisráðherra.

"Mugabe um miðja nótt

mækinn lengi tottar

sendinefndin sefur rótt

og sjálfur Össur dottar."


Tengdar fréttir

Mugabe svæfði Össur

Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, tókst að svæfa Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og sendinefnd Íslands á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar hann tók til máls í gær. Fjallað er um málið á þýska fréttavefnum Die Ziet en myndin sem birtist með fréttinni hefur vakið mikla athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×