Enski boltinn

Eiður Smári skoraði í sigri Tottenham á Stoke

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður Smári og Niko Kranjcar skoruðu fyrir Tottenham í dag.
Eiður Smári og Niko Kranjcar skoruðu fyrir Tottenham í dag.

Tottenham gerði góða ferð á heimavöll Stoke í dag og vann 2-1 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrra mark Tottenham.

Þetta var fyrsta mark Eiðs í búningi Tottenham og fyrsta mark hans í ensku úrvalsdeildinni í fjögur ár.

Eiður byrjaði á bekknum en kom inn fyrir Roman Pavlyuchenko sem meiddist á 35. mínútu. Hann skoraði eftir 21 sekúndu í seinni hálfleik eftir sendingu frá Peter Crouch. Hann skaut föstu skoti upp í þaknetið, laglegt mark.

Á 49. mínútu fékk Dean Whitehead, leikmaður Stoke, að líta rauða spjaldið. Einum færri náði Stoke að jafna á 63. mínútu en þá fékk liðið vítaspyrnu. Matthew Etherington tók spyrnuna og skoraði.

Stoke fékk nokkur góð færi til að komast yfir en þau nýttust ekki og fyrir það refsaði Niko Kranjcar með því að skora sigurmarkið á 77. mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×