Viðskipti innlent

Bylting í manneldisvinnslunni

Frá Vopnafirði. Ný verksmiðja er komin í fullan rekstur.mynd/hb grandi
Frá Vopnafirði. Ný verksmiðja er komin í fullan rekstur.mynd/hb grandi

Skip HB Granda hafa landað rúmlega 27 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld og makríl á Vopnafirði á þessu ári. Í fyrra hafði tæplega 41 þúsund tonnum af þessum tegundum verið landað á Vopnafirði. Vinnsla til manneldis hefur stóraukist á milli ára og er aukningin rúmlega þreföld ef miðað er við afurðamagn.

Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda. Þann 1. september í fyrra var búið að frysta 2.800 tonn af afurðum eða úr um sjö prósentum heildaraflans en í ár er búið að frysta um níu þúsund tonn af afurðum eða um 33 prósent. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×