Sértækur vandi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna staðfestir að fyrst og fremst er um sértækan vanda að ræða fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti á árunum 2005-2008, er yngra en fertugt og er líklega ekki að kaupa sína fyrstu íbúð. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá að samkvæmt upplýsingum úr síðustu skattframtölum eru aðeins um 60% af skuldum heimilanna vegna íbúðarkaupa. Vandinn er, þegar að er gáð, takmarkaður. Hann er staðbundinn og aldursbundinn við þá sem spiluðu í fasteignabólunni, þar sem hún var. Þeir sem græddu telja sig eiga hagnaðinn, hví skyldi tapið verða þjóðnýtt? Meginreglan er sú að þeir beri ábyrgð á viðskiptum sem að þeim standa. Þannig hefur það verið í verðfalli fasteigna víða um land á undanförnum tveimur áratugum. Íbúðareigandinn tapaði stundum sínum eignarhlut og bankinn tapaði stundum sínu láni. Það þarf sterk rök til þess að annað eigi að gilda nú. Staðan er sú að aðeins um 8% heimila eru í greiðsluvanda. Til samanburðar voru tvöfalt fleiri í vanskilum á árunum 1993-1997. Viðskiptabankarnir lánuðu gríðarlegar fjárhæðir á árunum 2004-2008 með veði í íbúðarhúsnæði til annarra hluta en íbúðarkaupa. Þeir lánuðu til kaupa á hlutabréfum, sumarbústöðum, bílum, einkaneyslu svo nokkuð sé nefnt. Enginn veit hversu mikið, en fjárhæðin skiptir tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Skuldir heimilanna til annars en íbúðakaupa eru liðlega 500 milljarðar króna. Það er líka upplýst í skýrslunni að almenn niðurfærsla skulda er langdýrust en gagnast samt aðeins 1 af hverjum 5 sem eru í greiðsluvanda og að vandi þess hóps eru lágar tekjur. Samt eru háværustu kröfurnar einmitt um þessa leið, sem sendir reikninginn af einkaneyslu, hlutabréfakaupum og öðru slíku til skattgreiðenda. Þetta er það sem Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, Hagsmunasamtök heimila á höfuðborgarsvæðinu og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, krefjast. Þau líta svo á að ósanngjarnt sé að sá sem naut verðmætanna endurgreiði lánið. Þau líta svo að sanngjarnt sé að aðrir borgi, sem engan hlut áttu að málum, svo sem lífeyrisþegar, gamalmenni á hjúkrunarheimilum á landsbyggðinni og að sjálfsögðu útlendingar. En hvers vegna er það sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna staðfestir að fyrst og fremst er um sértækan vanda að ræða fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti á árunum 2005-2008, er yngra en fertugt og er líklega ekki að kaupa sína fyrstu íbúð. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá að samkvæmt upplýsingum úr síðustu skattframtölum eru aðeins um 60% af skuldum heimilanna vegna íbúðarkaupa. Vandinn er, þegar að er gáð, takmarkaður. Hann er staðbundinn og aldursbundinn við þá sem spiluðu í fasteignabólunni, þar sem hún var. Þeir sem græddu telja sig eiga hagnaðinn, hví skyldi tapið verða þjóðnýtt? Meginreglan er sú að þeir beri ábyrgð á viðskiptum sem að þeim standa. Þannig hefur það verið í verðfalli fasteigna víða um land á undanförnum tveimur áratugum. Íbúðareigandinn tapaði stundum sínum eignarhlut og bankinn tapaði stundum sínu láni. Það þarf sterk rök til þess að annað eigi að gilda nú. Staðan er sú að aðeins um 8% heimila eru í greiðsluvanda. Til samanburðar voru tvöfalt fleiri í vanskilum á árunum 1993-1997. Viðskiptabankarnir lánuðu gríðarlegar fjárhæðir á árunum 2004-2008 með veði í íbúðarhúsnæði til annarra hluta en íbúðarkaupa. Þeir lánuðu til kaupa á hlutabréfum, sumarbústöðum, bílum, einkaneyslu svo nokkuð sé nefnt. Enginn veit hversu mikið, en fjárhæðin skiptir tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Skuldir heimilanna til annars en íbúðakaupa eru liðlega 500 milljarðar króna. Það er líka upplýst í skýrslunni að almenn niðurfærsla skulda er langdýrust en gagnast samt aðeins 1 af hverjum 5 sem eru í greiðsluvanda og að vandi þess hóps eru lágar tekjur. Samt eru háværustu kröfurnar einmitt um þessa leið, sem sendir reikninginn af einkaneyslu, hlutabréfakaupum og öðru slíku til skattgreiðenda. Þetta er það sem Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, Hagsmunasamtök heimila á höfuðborgarsvæðinu og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, krefjast. Þau líta svo á að ósanngjarnt sé að sá sem naut verðmætanna endurgreiði lánið. Þau líta svo að sanngjarnt sé að aðrir borgi, sem engan hlut áttu að málum, svo sem lífeyrisþegar, gamalmenni á hjúkrunarheimilum á landsbyggðinni og að sjálfsögðu útlendingar. En hvers vegna er það sanngjarnt?
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar