Erlent

Mario Vargas hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels

Mario Vargas Llosa.
Mario Vargas Llosa.

Suður-ameríski rithöfundurinm, Mario Vargas Llosa, hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í morgun. Hann er frá Perú.

Athygli vekur að Mario var ekki á lista yfir þá rithöfunda sem þóttu líklegastir til þess að hljóta Nóbelsverðlaunin. Veðbankar og sérfræðingar þótti líklegra að skáldin Cormac McCarthy, Haruki Murakami eða Ngugi wa Thiong'o myndu fá verðlaunin.

Mario Vargas er álitinn einn mikilvægasti rithöfundur Suður-Ameríku og einn sá áhrifamesti sem tilheyrir þeirri heimsálfu.

Mario Vargas er 74 ára gamall. Hann komst til metorða um 1960. Á því tímabili skrifaði hann meðal annars skáldsögurnar The Time of the Hero, City and the Dogs og The Green House.

Meðal rithöfunda sem hafa hlotið Nóbelsverðlaunin eru meðal annars Orhan Pamuk, Seamus Heaney, John Steinbeck, Ernest Hemingway og að sjálfsögðu Halldór Kiljan Laxness.

Bækur Vargas hafa meðal annars verið þýddar yfir á Íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×