Formúla 1 í Rússlandi frá 2014-2020 14. október 2010 12:53 Lewis Hamilton í baráttu við Vitaly Petrov frá Rússlandi. Mynd: Getty Images Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin segir að búið sé að semja við Bernie Ecclestone um Formúlu 1 mótshald í Rússlandi frá 2014-2020. Mótið verður við ferðamannabæinn Sochi við Svarta hafið. Fyrsta mótið verður 2014, á sama ári og vertrarolympíuleikarnir fara fram í borginni Socchi. "Við höfum náð samkomulagi við eigendur Formúlu 1 að Socchi verði mótshaldari fyrir rússneska Formúlu 1 mótið (Grand Prix) frá 2014 til 2020", sagði Putin um málið í frétt á bbc.co.uk. Áður hafði Ecclestone reynt að fá mótshald í Moskvu og Sankti Pétursborg, en þær hugmyndir gengu ekki eftir. Einn Rússi er í Formúlu 1 og það er Vitaly Petrov hjá Renault. Staða hans fyrir næsta ár er óljós, en hann hefur ekki náð eftirtektarverðum árangri enn sem komið er, en rússnesk fyrirtæki auglýsa hjá Renault. Putin hittir Ecclestone að máli á næstunni vegna Formúlu 1 málsins, en Bretinn hefur farið víða í samningamálum vegna Formúlu 1. Um aðra helgi verður keppt í Suður Kóreu í fyrsta skipti (sjá brautina) og á næsta ári verður keppt í Indlandi í fyrsta skipti, á braut í við Nýju Dehli. Þá verður keppt í Austin í Texas í Bandaríkjunum í fyrsta skipti árið 2012. Líklegt er að 20 móta hámark verði á Formúlu 1 mótum á ári hverju, en 20 mót eru á dagskrá 2011 og ljóst að einhver mót munu því detta útaf sakramentinu á næsta ári. Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin segir að búið sé að semja við Bernie Ecclestone um Formúlu 1 mótshald í Rússlandi frá 2014-2020. Mótið verður við ferðamannabæinn Sochi við Svarta hafið. Fyrsta mótið verður 2014, á sama ári og vertrarolympíuleikarnir fara fram í borginni Socchi. "Við höfum náð samkomulagi við eigendur Formúlu 1 að Socchi verði mótshaldari fyrir rússneska Formúlu 1 mótið (Grand Prix) frá 2014 til 2020", sagði Putin um málið í frétt á bbc.co.uk. Áður hafði Ecclestone reynt að fá mótshald í Moskvu og Sankti Pétursborg, en þær hugmyndir gengu ekki eftir. Einn Rússi er í Formúlu 1 og það er Vitaly Petrov hjá Renault. Staða hans fyrir næsta ár er óljós, en hann hefur ekki náð eftirtektarverðum árangri enn sem komið er, en rússnesk fyrirtæki auglýsa hjá Renault. Putin hittir Ecclestone að máli á næstunni vegna Formúlu 1 málsins, en Bretinn hefur farið víða í samningamálum vegna Formúlu 1. Um aðra helgi verður keppt í Suður Kóreu í fyrsta skipti (sjá brautina) og á næsta ári verður keppt í Indlandi í fyrsta skipti, á braut í við Nýju Dehli. Þá verður keppt í Austin í Texas í Bandaríkjunum í fyrsta skipti árið 2012. Líklegt er að 20 móta hámark verði á Formúlu 1 mótum á ári hverju, en 20 mót eru á dagskrá 2011 og ljóst að einhver mót munu því detta útaf sakramentinu á næsta ári.
Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira