Körfubolti

Ægir: Erum komnir einu skrefi nær markmiðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ægir Steinarsson, leikmaður Fjölnis.
Ægir Steinarsson, leikmaður Fjölnis.
„Við erum komnir einu skrefi nær að því sem við ætlum okkur," sagði Ægir Steinarsson, leikmaður Fjölnis, eftir sigurinn í kvöld. Fjölnir bar sigur úr býtum gegn ÍR í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljaskóla. Ægir átti frábæran leik eins og svo oft áður í vetur og skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar.

„Við byrjuðum leikinn alveg nákvæmlega eins og við lögðum hann upp en við ætluðum að keyra vel upp hraðan og pressa á þá en það er það sem við erum bestir í," sagði Ægir.

„Síðan í þriðja leikhlutanum kemur slæmur leikkafli hjá okkur sem hleypir þeim aftur inn í leikinn. ÍR-ingar eru með frábært lið og koma alltaf til baka en við erum bara vanir því að gera hlutina aðeins og erfiða fyrir okkur sem er hlutur sem við verðum að laga."

„Við erum búnir að setja okkur markmið í þessari keppni og það er að fara alla leið í úrslitin. Menn mega samt sem áður ekki missa sig í því að horfa að úrslitaleiknum því við erum bara komnir í 8-liða úrslit og það er mikið eftir," sagði Ægir Steinarsson, leikmaður Fjölnis, eftir sigurinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×