Innlent

Svandís styður fjárlagafrumvarpið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir styður frumvarpið. Mynd/ Valli.
Svandís Svavarsdóttir styður frumvarpið. Mynd/ Valli.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra styður fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Svandísi hvort hún myndi styðja fjárlagafrumvarpið og benti á að forsenda fyrir því væri bygging álvers í Helguvík. „Fjárlagafrumvarpið er stjórnarfrumvarp og ég styð stjórnarfurmvörp," sagði Svandís. Hún viðurkenndi að ein forsenda fjárlagafrumvarpsins væri bygging álversins. Hún hefði ekki sérstakan áhuga á byggingu þess álvers. Verkefnið væri hins vegar ekki á hennar borði.

Á þriðjudaginn þráspurði Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ögmund Jónasson innanríkisráðherra hvort að hann styddi fjárlagafrumvarpið í ljósi forsendna þess um byggingu álversins. Hann svaraði ekki spurningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×