Skírði hljóðfærið sitt í höfuðið á geimstöðinni Mír 22. október 2010 10:30 mugison og mirstrument Mugison á tónleikum með nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument.mynd/ingvar sverrisson „Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveðið að búa til flugvél," segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi. Hljóðfærið getur töfrað fram alls konar hljóð og hefur verið í þróun síðasta eitt og hálfa árið. Popparinn hefur prófað það víða til að koma auga á bilanir en núna er það loksins tilbúið. Græjan var búin til heima hjá Mugison með hjálp vinar hans, Páls Einarssonar. „Ég tók fullt af drasli sem ég átti hérna heima og við tókum það í sundur og svo röðuðum við þessu saman og létum þetta virka," útskýrir hann. Nafnið Mirstrument varð til í Póllandi fyrir skömmu þegar hann prófaði þar græjuna á tónleikum. „Þá sagði einn eldhress gaur: „This is like the Mir-space station". Þá fæddist þetta." Nýja hljóðfærið gerir Mugison kleift að fara einn á tónleikaferð án hljómsveitar, enda getur verið kostnaðarsamt að ferðast með heila hljómsveit út um allar trissur. Tækið verður tengt við tölvu, sem er falin fyrir áhorfendum. „Þetta verður meira eins og gítar eða annað hljóðfæri á sviðinu. Ég fíla ágætlega elektróníska tónlist en það er leiðinlegt að horfa á hana," segir kappinn. Ljósasýning fylgir einnig með Mirstrumentinu til að gera það skemmtilegra fyrir augað. „Við bjuggum til vasaljósa „sjóv" þannig að þetta er eiginlega einn pakki, móðurstöðin, hljóðfærið og ljósið." Hljóðfærið hefur þegar vakið töluverða athygli og verður það til að mynda til sýnis á iðnaðarsýningu hér á landi í mars á næsta ári. Mugison er með tvær plötur í vinnslu sem væntanlegar eru snemma á næsta ári. Önnur verður elektrónísk en hin í órafmögnuðum gír og öll sungin á íslensku. Mirstrument kemur við sögu á þeim báðum en þó mest á þeirri fyrrnefndu. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Sjá meira
„Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveðið að búa til flugvél," segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi. Hljóðfærið getur töfrað fram alls konar hljóð og hefur verið í þróun síðasta eitt og hálfa árið. Popparinn hefur prófað það víða til að koma auga á bilanir en núna er það loksins tilbúið. Græjan var búin til heima hjá Mugison með hjálp vinar hans, Páls Einarssonar. „Ég tók fullt af drasli sem ég átti hérna heima og við tókum það í sundur og svo röðuðum við þessu saman og létum þetta virka," útskýrir hann. Nafnið Mirstrument varð til í Póllandi fyrir skömmu þegar hann prófaði þar græjuna á tónleikum. „Þá sagði einn eldhress gaur: „This is like the Mir-space station". Þá fæddist þetta." Nýja hljóðfærið gerir Mugison kleift að fara einn á tónleikaferð án hljómsveitar, enda getur verið kostnaðarsamt að ferðast með heila hljómsveit út um allar trissur. Tækið verður tengt við tölvu, sem er falin fyrir áhorfendum. „Þetta verður meira eins og gítar eða annað hljóðfæri á sviðinu. Ég fíla ágætlega elektróníska tónlist en það er leiðinlegt að horfa á hana," segir kappinn. Ljósasýning fylgir einnig með Mirstrumentinu til að gera það skemmtilegra fyrir augað. „Við bjuggum til vasaljósa „sjóv" þannig að þetta er eiginlega einn pakki, móðurstöðin, hljóðfærið og ljósið." Hljóðfærið hefur þegar vakið töluverða athygli og verður það til að mynda til sýnis á iðnaðarsýningu hér á landi í mars á næsta ári. Mugison er með tvær plötur í vinnslu sem væntanlegar eru snemma á næsta ári. Önnur verður elektrónísk en hin í órafmögnuðum gír og öll sungin á íslensku. Mirstrument kemur við sögu á þeim báðum en þó mest á þeirri fyrrnefndu. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Sjá meira